adsendar-greinar Erlent
Rannsóknarstöðin er rússnesk og er á King George-eyju Við Suðurskautslandið.

Stunginn fyrir að segja frá endinum

Það er ekki oft sem fréttir berast af Suðurskautslandinu, þar sem íbúafjöldi samanstendur aðallega af mörgæsum og vísindamönnum. Í byrjun október kom þó upp sakamál hjá hinum síðarnefndu. Nokkrir vísindamenn búa í rússnesku rannsóknarstöðinni Bellinghausen, í miklum þrengslum við erfiðar aðstæður þar sem hiti fer sjaldan yfir frostmark úti og afþreying í frítíma er af mjög skornum skammti.

Tveimur rússneskum vísindamönnum sinnaðist á rannsóknarstöðinni með þeim afleiðingum að annar þeirra stakk hinn með hníf í hjartað. Ekki er alveg víst hvað olli hinni miklu bræði, en einhverjir miðlar segja ástæðuna vera þá að fórnarlambið spillti fyrir árásarmanninum með því að segja honum hvernig bækur sem hann var að lesa enduðu. Þar á undan hafði verið mikil spenna á milli mannanna.

Eitt er þó víst að það er erfitt fyrir geðheilsuna að búa í þröngum húsakynnum í vetrarmyrkri í langan tíma og líklegt þykir að þunglyndi hafi hrjáð árásarmanninn. Það er ekki hægt að staðhæfa með fullri vissu að árásarmaðurinn hafi stungið manninn vegna spilltra söguloka.

Fórnarlambinu var flogið á sjúkrahús í Chile, þar sem hlúð var að honum og í ljós kom að hnífurinn hafði stungist í hjarta hans. Hann er nú á batavegi. Árásarmanninum var flogið til heimalands síns, Rússlands, þar sem hann hefur nú verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann hefur þó lýst því yfir að hann hafi ekki ætlað sér að drepa vinnufélaga sinn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Pálmatré í Laugardalnum

Búið er að gróðursetja fimm pálmatré í Laugardalnum í góðu skjóli við Sunnuveg í Reykjavík þar sem fylgst verður með... Lesa meira

Héraðið frumsýnt 14. ágúst

Héraðið, ný íslensk kvikmynd eftir leikstjórann Grím Hákonarson, verður frumsýnd miðvikudaginn 14. ágúst í bíóhúsum um allt land. Grímur leikstýrði... Lesa meira