adsendar-greinar Mannlíf
Hanna Ágústa í sveiflu með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ljósm. sþ

Söng og dansaði með Sinfóníuhljómsveit Íslands

Hanna Ágústa Olgeirsdóttir úr Borgarnesi kom fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands síðastliðinn miðvikudag sem sigurvegari í keppninni Ungir einleikarar. Sinfóníuhljómsveitin stendur fyrir keppninni ásamt Listaháskóla Íslands en í ár voru fjórir sigurvegarar, tvær söngkonur, trompetleikari og klarínettuleikari. Önnur söngkonan forfallaðist svo einungis þrír sigurvegarar stigu á svið með Sinfóníuhljómsveitinni.
Hanna Ágústa fór síðust á svið og heillaði Eldborgarsalinn upp úr skónum. Söng hún ljóð, óperuaríur og í einni aríunni hún dansaði um sviðið, enda með bakgrunn í samkvæmisdönsum. Brá hún sér í hlutverk dansara og ekkju í aríum sínum með leikrænum tilburðum. ,,Þetta var alveg ótrúlega gaman og enginn smá heiður að fá að syngja með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Maður hefur alltaf horft með aðdáun á sigurvegara þessarar keppni svo það er mjög óraunverulegt að standa svo þarna sjálf,“ segir Hanna Ágústa aðspurð um upplifun sína á sviðinu. Hanna Ágústa hefur síðastliðin fjögur ár stundað söngnám og óperuleikstjórn í Tónlistarháskólanum í Leipzig í Þýskalandi en mun útskrifast þaðan í sumar. Eftir útskrift stefnir hún á að flytja til Íslands og kenna söng ásamt því að sinna verkefnum í listinni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Torfi F gefur út plötu

Þórarinn Torfi Finnbogason gaf út nýverið út plötu en hann er 45 ára fjölskyldufaðir frá Hvanneyri. Platan heitir Snjóarumvor og... Lesa meira