
Vestfjarðavegi við Haukadalsá í Dölum lokað í sólarhring
Vegna ræsaframkvæmda verður Vestfjarðavegi (60) lokað norðan við Haukadalsá í Dölum frá kl. 17:00 í dag til kl. 17:00 á morgun þriðjudaginn 15. júlí. Vegfarendur til og frá Vestfjörðum verða því að aka Laxárdalsheiði (59) eða Holtavörðuheiði (1), Strandir og Ísafjarðardjúp á meðan lokun varir.