Erlent

Röltir með fólki gegn borgun

Atvinnulaus leikari, Chuck MacCarthy, í Los Angeles í Bandaríkjunum vinnur við það að ganga með fólki í borginni. Hann er mjög vinsæll göngufélagi og hugmyndin hefur undið mjög upp á sig. McCarthy hefur gengið erfiðlega að fá hlutverk og að láta enda ná saman. Hann fékk hugmyndina að því að ganga með fólk fyrir nokkrum mánuðum. Algengt er að hudaeigendur borgi fólki fyrir að fara með hundinn í labbitúr. Eftir því sem hann velti hugmyndinni meira fyrir sér, hljómaði hún betur. Þetta kemur fram á vefsíðu the Guardian.
Hjá McCarthy kemur manneskja með honum í labbitúr. Tilgangurinn með hugmyndinni og röltinu er að fá fólk út að ganga, veita því félagsskap, hlusta og spjalla. Hann segir að fólk deili sjaldnast með honum sínum dýpstu leyndarmálum, en hann finni að fólki þykir gott að hafa einhvern til að spjalla við. Hann rukkar viðskiptavini sína um 7 dollara fyrir hverja mílu. Það eru um 800 krónur fyrir rúmlega einn og hálfan kílómetra.
Hann hefur fengið mjög góðar viðtökur og hugmyndin hefur undið upp á sig svo um munar. Nú þegar hefur hann þurft að fá fimm aðra göngumenn í Los Angeles í lið með sér, en hann tekur ekki skerf af þeirra launum. Einnig hefur verið mikil eftirspurn eftir göngufólki frá öðrum stöðum í heiminum. Til dæmis hefur ísraelsk kona byrjað með svipað fyrirkomulag í Ísrael.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Alltaf haft áhuga á pólitík

Nýlega hélt Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi kjördæmisþing. Á dagskrá þingsins var kosning um þrjú efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir komandi... Lesa meira