Veröld

Veröld – Safn

true

Mun sú stund renna upp?

Ég fór í Þverárrétt á sunnudaginn. Svo sem ekki í frásögu færandi þótt fjárlaus sé í öllum skilningi þess orðs. En er svo stálheppinn að tengdamóðir mín á enn nokkrar kindur og þær þarf jú að sækja í réttina. Fyrri leit hafði reyndar gengið bölvanlega á Holtavörðuheiði. Þoka torveldaði smalamennsku í það skiptið svo að…Lesa meira

true

Gjóður á silungsveiðum

Gjóður er miðlungsstór ránfugl sem finnst víða um heim en er fremur sjaldséður flækningur hér á landi. Hann hefur þó sést í tæplega fjörutíu skipti áður hér við land. Einn gjóður hefur síðustu daga verið á silungsveiðum á tjörnunum við rætur Akrafjalls og fiskað vel. Það spurðist hratt út í hópi fuglaljósmyndara um veru fuglsins…Lesa meira

true

Ekki er kyn þótt keraldið leki

Fyrir ríflega þremur áratugum ákvað ég að setjast á skólabekk eftir nokkurt hlé frá námi. Valdi að fara í viðskiptafræði, kannski af því að hún var kennd á Bifröst. Það var í senn krefjandi en ánægjulegt að búa á þessum undurfagra stað í Norðurárdalnum í þrjú ár. Skólinn var á þessum árum fámennur en þéttur…Lesa meira

true

Skorradalshreppur gefur eignarhlut sinn í húsi við Hreppslaug

Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkti samhljóða á fundi sínum nýverið að afsala til Ungmennafélagins Íslendings, án endurgjalds, 40% eignarhlut hreppsins í nýju aðstöðuhúsi við Hreppslaug. Bókfært verð eignarhlutarins er 36,6 milljónir króna. Hreppsnefndin samþykkti viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2025 sem staðfestir afsal hlutarins. Þar sem um er að ræða skuldbindingu umfram 20% af skatttekjum sveitarfélagsins á yfirstandandi…Lesa meira

true

Afnám samsköttunar

Fyrrum sveitungi minn er nú í embætti fjármálaráðherra í ríkisstjórninni. Geðþekkur maður sem ég trúi að vilji vel þegar hann talar fyrir lægri ríkisútgjöldum, koma verði böndum á verðbólgu og lækka vexti. Síðartöldu atriðin eru í mínum huga lykilþættir til að hér verði að nýju lífvænlegt að búa, einkum fyrir skuldsett yngra fólk. Ráðherrann lagði…Lesa meira

true

Verslingar komust í fréttirnar

Verslunarskóli Íslands byrjaði vetrarstarfið 18. ágúst síðastliðinn líkt og allir framhaldsskólarnir á Vesturlandi. Á föstudaginn voru tæplega 400 nýnemar úr Versló í ferð á Akranesi. Í ferðinni var spilaður stigaleikur þar sem hver og einn bekkur þurfti að safna sem flestum stigum með að framkvæma ýmsar og ólíkar áskoranir, sem sumar hverjar voru reyndar illframkvæmanlegar.…Lesa meira

true

Gleðipillur

Það er og verður þannig að alltaf mun finnast fólk sem tilbúið er til að synda á móti straumnum, varpa fram skoðunum sem eru í mótsögn við þorra almennings. Við þekkjum til dæmis fólk sem á kaffistofunni er alltaf tilbúið að tala máli þeirra stjórnmálamanna sem eru í ónáð hverju sinni. Æsa þannig upp umræðuna.…Lesa meira