Veröld

Veröld – Safn

true

Styrkir Píeta samtökin með að róa í kringum Ísland

Veiga Grétarsdóttir, transkona frá Ísafirði, er um þessar mundir að róa á móti straumnum í kringum Ísland á kajak og safnar um leið áheitum fyrir Píeta samtökin. Veiga er fyrsta íslenska konan til að róa kringum Ísland á kajak auk þess sem hún er fyrst allra til að fara hringinn rangsælis. „Ég held að ég…Lesa meira

true

Á Vaktstöð siglinga eru alltaf að lágmarki þrír á vakt

Landhelgisgæsla Íslands gegnir veigamiklu hlutverki þegar kemur að öryggi sjófarenda. Mælingar sýna að til stofnunarinnar er borið mikið traust. Landsmenn finna til öryggis að grannt sé fylgst með ferðum skipa og báta, þyrlur Gæslunnar þekkja allir og varðskipin gegna mikilvægu hlutverki við eftirlit og björgun. Í Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar við Skógarhlíð í Reykjavík er fjölþættri starfsemi…Lesa meira

true

CrossFit stöð opnuð í Snæfellsbæ

CrossFit iðkun hefur vaxið hratt í landshlutanum undanfarið og nýverið var opnuð ný CrossFit stöð við Smiðjugötu 5 í Rifi. Nýja stöðin heitir CF Snb og það eru vinkonurnar Gestheiður Guðrún Sveinsdóttir og Kristfríður Rós Stefánsdóttir sem standa að opnun stöðvarinnar. Gestheiður og Kristfríður hafa báðar verið að æfa CrossFit hjá CrossFit Reykjavík og eru…Lesa meira

true

„Ég man ekki eftir degi þar sem ég hef ekki farið glöð til vinnu“

Í ár eru 100 ár liðin frá stofnun Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Af því tilefni stendur stjórn deildar hjúkrunarfræðinga á Akranesi og nágrenni fyrir því á afmælisárinu að birta greinar eftir hjúkrunarfræðinga hér í Skessuhorni. Greinarnar eru birtar jafnt og þétt yfir afmælisárið og í þeim fá lesendum innsýn í þau fjölbreyttu störf og áskoranir sem…Lesa meira

true

Bók um hvernig ná má tökum á þunglyndi

Sjálfshjálparbókin „Náðu tökum á þunglyndi,“ eftir Sóleyju Dröfn Davíðsdóttur er komin út hjá bókaforlaginu Vöku Helgafelli. Bókin fjallar um einkenni og orsakir þunglyndis og gefur ráð um hvernig má ná tökum á því með aðstoð hugrænnar atferlismeðferðar og hugleiðslu. Textinn er settur fram á afar aðgengilegan hátt og er m.a. farið í áhrif svefnleysis, örlyndis…Lesa meira

true

Áhugamál sóknarprestsins af ólíkum toga

Flestir eiga sér einhver áhugamál utan vinnunnar. Þeirra á meðal er séra Óskar Ingi Ingason sóknarprestur í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli. Hann segir þó að ekki megi stjórnast af þeim og er hann að eigin sögn fyrst og síðast prestur. Hann á þó tvö mjög ólík áhugamál sem hann sinnir af natni þó ólík séu. Knattspyrnuáhugi…Lesa meira

true

Lærir margt í gegnum tónlistina

Anna Þórhildur Gunnarsdóttir er upprennandi píanisti frá Brekku í Norðurárdal. Hún hélt fyrir skömmu útskriftartónleika og jafnframt sína fyrstu einleikstónleika fyrir gesti sem er liður í aðdraganda útskriftar frá Listaháskóla Íslands þar sem hún hefur stundað nám síðustu þrjú ár. Tónleikarnir voru þýðingamiklir fyrir Önnu Þórhildi. „Þetta eru fyrstu einleikstónleikar mínir og undirbúningurinn fyrir þá…Lesa meira

true

Uppgötvaði að þetta væri eitthvað sem hún gæti gert

Skagamærin Lára Magnúsdóttir, eða Lolly Magg eins og hún er stundum kölluð, fer ótroðnar slóðir og reynir fyrir sér sem uppistandari. Lolly fer einu sinni til tvisvar í viku til Reykjavíkur og er með uppistand á ensku fyrir ferðamenn og Íslendinga. „Ég skráði mig í uppistand fyrir algjöra slysni. Vinur minn sem var með mér…Lesa meira

true

Þjóðminjasafnið kannar Evrovisionhefðir

Þjóðminjasafn Íslands er að senda út nýja spurningaskrá á Sarpi, sem fjallar um Evrovision hefðir, sem mörgum þykir skemmtilegt efni. Hvetur safnið almenning til að taka þátt í könnuninni. „Tilgangurinn með þessari spurningaskrá er að safna upplýsingum um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Óhætt er að segja að í tengslum við keppnina hafi orðið til siðir…Lesa meira

true

Congo Bongo gefur út sína fyrstu smáskífu

Tónlistarfrændurnir Hreinn Elías og Sigurmon Hartmann hafa skipað ýmsar sveitir í gegnum tíðina og heyra nú undir nafninu Congo Bongo. „Þetta er nafn sem gefur til kynna sólríka og bjarta daga framundan í útgáfu tónlistar okkar frænda,“ útskýra þeir. Áður framleiddu frændteymið tónlist undir nafninu Kajak en með þessari nafnabreytingu eru þeir að setja tónlistina…Lesa meira