adsendar-greinar Mannlíf

Pabbastrákur eftir Emelie Schepp

Bókaforlagið MTH á Akranesi sendir frá sér nú í sumar glæpastöguna Pabbastrákur sem er fjórða bókin um Jönu Berzelius saksóknara í Norrköping í Svíþjóð. „Á heitum sumardegi hverfur sex ára drengur sporlaust frá heimili sínu. Skömmu áður hringir hann skelfingu lostinn í föður sinn til að segja honum að ókunnur maður sé í húsinu þeirra. Jana Berzelius saksóknari rannsakar málið ásamt Henrik Levin og Miu Bolander hjá rannsóknarlögreglunni í Norrköping. Smám saman tekst þeim að draga fram í dagsljósið ástæður þess að drengurinn var numinn á brott. Á sama tíma tekst Jana á við höfuðandstæðing sinn, Danilo Peña, sem bíður dóms í fangelsi en ógnar samt tilveru hennar. Allt er lagt undir – og þar á meðal líf mannsins sem Jana vill alls ekki missa úr lífi sínu,“ segir í tilkynningu frá MTH. Elín Guðmundsdóttir þýddi bókina. Þess má geta að nýverið hlaut Emelie Schepp sænsku hljóðbókarverðlaunin fyrir fimmtu söguna í seríunni, „Broder Jakob“ en sú bók er væntanleg á íslensku í byrjun næsta árs.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Saðsamt bláberjabúst

Eflaust kannast margir lesendur Skessuhorns við að á sumrin sé minni tíma varið í að elda miklar máltíðir. Þess í... Lesa meira

Mærin helga tignuð með tónverkum

Dagskrá tileinkuð Maríu Guðsmóður í Staðastaðarkirkju Tónlistardagskrá samtvinnuð lestrum úr helgum ritum skapa Máríudægur, helgistund tileinkaða Maríu Guðsmóður sem fram... Lesa meira

Geitungur að borða borða

„Nei, sko, þarna er geitungur að borða,“ skrifaði spaugarinn Einar Steinþór Traustason vélamaður á Facebook síðu sína. Hann var nýlega,... Lesa meira