adsendar-greinar Mannlíf

Pabbastrákur eftir Emelie Schepp

Bókaforlagið MTH á Akranesi sendir frá sér nú í sumar glæpastöguna Pabbastrákur sem er fjórða bókin um Jönu Berzelius saksóknara í Norrköping í Svíþjóð. „Á heitum sumardegi hverfur sex ára drengur sporlaust frá heimili sínu. Skömmu áður hringir hann skelfingu lostinn í föður sinn til að segja honum að ókunnur maður sé í húsinu þeirra. Jana Berzelius saksóknari rannsakar málið ásamt Henrik Levin og Miu Bolander hjá rannsóknarlögreglunni í Norrköping. Smám saman tekst þeim að draga fram í dagsljósið ástæður þess að drengurinn var numinn á brott. Á sama tíma tekst Jana á við höfuðandstæðing sinn, Danilo Peña, sem bíður dóms í fangelsi en ógnar samt tilveru hennar. Allt er lagt undir – og þar á meðal líf mannsins sem Jana vill alls ekki missa úr lífi sínu,“ segir í tilkynningu frá MTH. Elín Guðmundsdóttir þýddi bókina. Þess má geta að nýverið hlaut Emelie Schepp sænsku hljóðbókarverðlaunin fyrir fimmtu söguna í seríunni, „Broder Jakob“ en sú bók er væntanleg á íslensku í byrjun næsta árs.

Líkar þetta

Fleiri fréttir