adsendar-greinar Mannlíf
Skyrgámur í nýrri útgáfu.

Nútímalegir jólasveinar í jólalínu Þjóðminjasafnsins

Borgnesingurinn Jóhanna Þorleifsdóttir tók upp á því á aðventunni á síðasta ári að gleðja samstarfsfólk sitt á Þjóðminjasafninu með uppfærðum teikningum af jólasveinunum. Jóhanna er myndlistarkona að mennt, lauk námi frá Listaháskóla Íslands árið 2012 og hefur unnið við myndskreytingar og uppsetningar á bókum auk þess að taka að sér ýmis verk tengd myndlistinni og að starfa á Þjóðminjasafninu. „Í fyrra þegar ég var nýbyrjuð að vinna á safninu og ákvað að það væri algjör tímasóun að vera eitthvað feimin. Ég ákvað því að teikna skemmtilegar myndir á töflu á kaffistofunni okkar til að brjóta ísinn og vakti þetta mikla lukku,“ segir Jóhanna.

Skyrgámur kennir crossfit

Á leið sinni í vinnuna í desember á síðasta ári, sama dag og Stekkjastaur var væntanlegur til byggða, ákvað hún að teikna mynd af kallinum á töfluna. Vatt þetta uppá sig og enduðu þeir bræður allir á töflunni, hver á fætur öðrum. „Ég fór líka að spá hvað það væri sem þeir væru að gera í dag, á tímum samfélagsmiðla og setti ég inn á Facebook síðu samstarfsfélaga minna myndir og smá texta með mínum hugleiðingum um hvar bræðurnir eru í dag,“ segir Jóhanna. Teikningarnar setti hún einnig á eigin Facebook síðu og Instagram og vakti þetta mikla lukku. Jóhanna telur að í dag leggi Skyrgámur mikla áherslu á Prótein og upphífingar auk þess að ganga á fjöll og kenna crossfit í Kerlingarfjöllum. Þá telur hún að Pottaskefill þrammi nú um og mótmæli tefloni á milli þess sem hann leitar uppi gamla teflonlausa potta í Góða hirðinum. „Þessir bræður sem fæddust á kaffistofunni í vinnunni voru svo vinsælir að ákveðið var að gera eitthvað meira með þá og fengu þeir því að vera jólalínan okkar á Þjóðminjasafninu í ár,“ segir Jóhanna. Hægt er að kaupa jólakort með myndum af þeim bræðrum í nútímalegri stíl og aftan á kortunum fylgir texti með vangaveltum Jóhönnu um hvað þeir bræður, foreldrar þeirra og kisi séu að gera í dag. Hægt er að kaupa kortin á netverslun.thjodminjasafn.is.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Stormur í Hjarðarholtskirkju

Í gærkvöldi voru tónleikar haldnir í Hjarðarholtskirkju í Dölum. Tvær ungar konur; Ásta Soffía Þorgeirsdóttir og Kristina Farstad Bjordal, sem... Lesa meira

Vefurinn List fyrir alla

Nú má nálgast yfirlit yfir öll menningarhús, sýningar, söfn og setur sem miðla list og menningu til barna og ungmenna... Lesa meira