adsendar-greinar Mannlíf
Skyrgámur í nýrri útgáfu.

Nútímalegir jólasveinar í jólalínu Þjóðminjasafnsins

Borgnesingurinn Jóhanna Þorleifsdóttir tók upp á því á aðventunni á síðasta ári að gleðja samstarfsfólk sitt á Þjóðminjasafninu með uppfærðum teikningum af jólasveinunum. Jóhanna er myndlistarkona að mennt, lauk námi frá Listaháskóla Íslands árið 2012 og hefur unnið við myndskreytingar og uppsetningar á bókum auk þess að taka að sér ýmis verk tengd myndlistinni og að starfa á Þjóðminjasafninu. „Í fyrra þegar ég var nýbyrjuð að vinna á safninu og ákvað að það væri algjör tímasóun að vera eitthvað feimin. Ég ákvað því að teikna skemmtilegar myndir á töflu á kaffistofunni okkar til að brjóta ísinn og vakti þetta mikla lukku,“ segir Jóhanna.

Skyrgámur kennir crossfit

Á leið sinni í vinnuna í desember á síðasta ári, sama dag og Stekkjastaur var væntanlegur til byggða, ákvað hún að teikna mynd af kallinum á töfluna. Vatt þetta uppá sig og enduðu þeir bræður allir á töflunni, hver á fætur öðrum. „Ég fór líka að spá hvað það væri sem þeir væru að gera í dag, á tímum samfélagsmiðla og setti ég inn á Facebook síðu samstarfsfélaga minna myndir og smá texta með mínum hugleiðingum um hvar bræðurnir eru í dag,“ segir Jóhanna. Teikningarnar setti hún einnig á eigin Facebook síðu og Instagram og vakti þetta mikla lukku. Jóhanna telur að í dag leggi Skyrgámur mikla áherslu á Prótein og upphífingar auk þess að ganga á fjöll og kenna crossfit í Kerlingarfjöllum. Þá telur hún að Pottaskefill þrammi nú um og mótmæli tefloni á milli þess sem hann leitar uppi gamla teflonlausa potta í Góða hirðinum. „Þessir bræður sem fæddust á kaffistofunni í vinnunni voru svo vinsælir að ákveðið var að gera eitthvað meira með þá og fengu þeir því að vera jólalínan okkar á Þjóðminjasafninu í ár,“ segir Jóhanna. Hægt er að kaupa jólakort með myndum af þeim bræðrum í nútímalegri stíl og aftan á kortunum fylgir texti með vangaveltum Jóhönnu um hvað þeir bræður, foreldrar þeirra og kisi séu að gera í dag. Hægt er að kaupa kortin á netverslun.thjodminjasafn.is.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Alltaf haft áhuga á pólitík

Nýlega hélt Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi kjördæmisþing. Á dagskrá þingsins var kosning um þrjú efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir komandi... Lesa meira