Tækni og vísindi

Mikill lúxus í nýrri 92 manna rútu

Nýverið tók Reykjavik Excursions – Kynnisferðir í notkun tveggja hæða rútu af gerðinni VDL Futura FDD2. Þetta er ekki aðeins fyrsta slíka rútan hér á landi heldur í allri Norður-Evrópu. Rútan er 92 sæta og var engu til sparað. Sætin eru íburðarmikil með stillanlegum höfuðpúðum og USB hleðslutengi er við hvert sæti og þráðlaust Internet. „Það er sama hvar setið er í rútunni, þægindin eru í fyrirrúmi sem gefur farþegum færi á að njóta útsýnisins eins vel og kostur er á. Á neðri hæð rútunnar eru borð sem hægt er að sitja við en fremstu sæti efri hæðar eru ef til vill eftirsóknaverðustu sætin, þar sem úr þeim ber að líta einstakt útsýni,“ segir Einar Bárðarson markaðsstjóri Kynnisferða.

Fyrir utan kaupin á þessari glæsilegu tveggja hæða rútu, keypti fyrirtækið nýlega fjörtíu nýja almenningsvagna og tæplega 30 nýjar hópbifreiðar. Þetta eru umfangmestu hópbifreiðakaup og innflutningur sem félagið hefur farið í frá upphafi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Julehilsen fra Närpes

Bästa vänner i våra nordiska vänorter! Vi har nu en månad kvar till jul, men redan för en vecka sedan... Lesa meira

Sveinbjörn og Lárus í forystu

Töluverðar sviptingar voru á fyrsta kvöldi aðaltvímennings Bridgefélags Borgarfjarðar sem spilað var á mánudagskvöld. Mótinu verður framhaldið næstu þrjú mánudagskvöld.... Lesa meira