adsendar-greinar Erlent

Love Island sýndir á itv2

Love Island eru þættir sem eru í gangi á sjónvarpsstöðinni itv2 í Bretlandi og njóta gríðarlegra vinsælda. Í þáttunum biður fólk um að fara eða er beðið af sjónvarpsstöðinni að mæta. Valdar eru sex stelpur og sex strákar og þurfa þau að framkvæma allskyns þrautir sem gera stelpurnar og strákana annað hvort nánari – eða mikla óvini. Í fyrsta skiptið sem þau komu í húsið velur strákur eina stelpu sem hann vill vera með en í hverri viku gerist eitthvað óvænt og það er það sem gerir þennan þátt svo skemmtilegan. Maður veit aldrei hvað gerist næst. Þetta er raunveruleikaþáttur sem þýðir að ef að þátttakendur finna engan til að vera með eiga þeir á hættu að vera sendir heim. Þátturinn er tekinn upp á Mallorka á Spáni og gerir það hann enn skemmtilegri. Meðal þátttakenda í ár eru meðal annarra læknir, rafvirki og lögfræðingur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

HM stemning á Teigaseli

Heimsmeistaramót karla í knattspyrnu hófst í Rússlandi í gær. Mótsins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu, enda leikur Ísland þar... Lesa meira

Kajak sendir frá sér HM lag

Skagapiltarnir í hljómsveitinni Kajak hafa sent frá sér nýtt íslenskt stuðningslag fyrir HM í knattspyrnu. „Fyrir rúmri viku síðan vorum... Lesa meira

Israel sigraði í Eurovisjon

Ísrael bar sigur úr býtum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fór í gær í Portúgal. Það var söngkonan Netta... Lesa meira