adsendar-greinar
Loðnuna veiddi Sigurjón Már Birgisson á Syðra-Hrauni um tíu sjómílur suður af Akranesi. Hann sést hér hampa veiðinni. Akrafjall í baksýn. Ljósm. Frímann Jónsson

Loðnuveiðar tók fljótt af

Fimmtíu grömmum af loðnu var landað á Akranesi á dögunum. Samanstóð aflinn af 35 gramma hæng og 15 gramma hrygnu sem reyndar var búin að hrygna. Hjónin eru jafnframt fyrsta og eina loðnan sem borist hefur að landi á þessari vertíð. Að öðru leyti varð ekkert af loðnuvertíð þetta árið.

Loðnan veiddist á króka á fyrsta sjóstangveiðimóti ársins sem Sjóstangaveiðifélagið Skipaskagi stóð fyrir. Er þetta í fyrsta skipti sem loðna veiðist á viðurkenndu sjóstangveiðimóti sem telur til Íslandsmeistaramóts.

Meðfylgjandi myndband af loðnuhængnum er tekið á miðunum um tíu sjómílur suðurvestur af Akranesi, á Syðra-Hrauni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Julehilsen fra Närpes

Bästa vänner i våra nordiska vänorter! Vi har nu en månad kvar till jul, men redan för en vecka sedan... Lesa meira