adsendar-greinar Tækni og vísindi

Kynningarátak um náttúruvænt fiskeldi

Verndarsjóður villtra laxastofna, North Atlantic Salmon Fund (NASF), hóf í síðustu viku kynningarátak um kosti þess að stunda fiskeldi á landi eða í lokuðum sjókvíum. „Á undanförnum mánuðum hefur nokkuð verið fjallað um fiskeldi í opnum sjókvíum við Ísland, sem er umdeilt hér eins og annars staðar. Minna hefur farið fyrir umræðu um heilbrigt og umhverfisvænt fiskeldi í lokuðum sjókvíum eða um eldi á landi. Markmið kynningarátaksins er að upplýsa frekar um neikvæð umhverfisáhrif opinna eldiskvía í sjó og kosti fiskeldis á landi og í lokuðum sjókvíum, sem er hvort tveggja í senn öruggara og umhverfisvænna,“ segir í tilkynningu frá verndarsjóðnum.

Heiti kynningarátaksins er „Á móti straumnum“ og vísar það til laxins „sem leitar móti / straumi sterklega / og stiklar fossa,“ eins og Bjarni Thorarensen orti um. Átakið hófst með opnun vefsíðunnar amotistraumnum.is. Þar má finna upplýsingar um kosti fiskeldis á landi og í lokuðum sjókvíum, nánari upplýsingar um þau vandamál og umhverfisáhættur sem felast í fiskeldi í opnum sjókvíum til viðbótar við annan mikilvægan fróðleik um málefnið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Eva Laufey til Hagkaupa

Skagakonan Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir hefur verið ráðin markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaupa. Eva Laufey er viðskiptafræðingur að mennt og hefur... Lesa meira

Einhverfa er allskonar

Samtökin Blár apríl – Styrktarfélag barna með einhverfu hafa ákveðið að leggja bláa litnum og taka upp nafnið Einstakur apríl.... Lesa meira