adsendar-greinar Tækni og vísindi

Kynningarátak um náttúruvænt fiskeldi

Verndarsjóður villtra laxastofna, North Atlantic Salmon Fund (NASF), hóf í síðustu viku kynningarátak um kosti þess að stunda fiskeldi á landi eða í lokuðum sjókvíum. „Á undanförnum mánuðum hefur nokkuð verið fjallað um fiskeldi í opnum sjókvíum við Ísland, sem er umdeilt hér eins og annars staðar. Minna hefur farið fyrir umræðu um heilbrigt og umhverfisvænt fiskeldi í lokuðum sjókvíum eða um eldi á landi. Markmið kynningarátaksins er að upplýsa frekar um neikvæð umhverfisáhrif opinna eldiskvía í sjó og kosti fiskeldis á landi og í lokuðum sjókvíum, sem er hvort tveggja í senn öruggara og umhverfisvænna,“ segir í tilkynningu frá verndarsjóðnum.

Heiti kynningarátaksins er „Á móti straumnum“ og vísar það til laxins „sem leitar móti / straumi sterklega / og stiklar fossa,“ eins og Bjarni Thorarensen orti um. Átakið hófst með opnun vefsíðunnar amotistraumnum.is. Þar má finna upplýsingar um kosti fiskeldis á landi og í lokuðum sjókvíum, nánari upplýsingar um þau vandamál og umhverfisáhættur sem felast í fiskeldi í opnum sjókvíum til viðbótar við annan mikilvægan fróðleik um málefnið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mærin helga tignuð með tónverkum

Dagskrá tileinkuð Maríu Guðsmóður í Staðastaðarkirkju Tónlistardagskrá samtvinnuð lestrum úr helgum ritum skapa Máríudægur, helgistund tileinkaða Maríu Guðsmóður sem fram... Lesa meira

Geitungur að borða borða

„Nei, sko, þarna er geitungur að borða,“ skrifaði spaugarinn Einar Steinþór Traustason vélamaður á Facebook síðu sína. Hann var nýlega,... Lesa meira