adsendar-greinar
Söngsveitin Fílharmónía. Ljósm. Hilmar Sigvaldason.

Kórar sækja í Akranesvita

Vorferðir kóranna standa nú sem hæst og greinilegt að margir kórar renna hýru auga til Akranesvita, sem er þekktur fyrir góðan hljómburð. Fjórir kórar hafa sungið þar frá því skömmu fyrir mánaðamótin síðustu, sem er óvenju mikið að sögn Hilmar Sigvaldasonar vitavarðar. „Það er afar sjaldgæft að fá svo marga kóra í heimsókn á svo skömmum tíma. Þannig að orðspor vitans fer víða,“segir Hilmar ánægður.

Fyrst kom Vox Populi í heimsókn rétt fyrir mánaðamót, næst Söngsveitin Fílharmónía, þá Kammerkór Norðurlands og nú síðast Karlakór KFUM. Þegar fjölmennast var í vitanum segir Hilmar að brugðið hafi verið á það ráð að láta kór syngja á tveimur hæðum. Segir hann það hafa komið skemmtilega út.

 

Hér að neðan má sjá upptöku frá Söngsveitinni Fílharmóníu flytja sálminn fræga Heyr himna smiður í Akranesvita:

Söngsveitin Fílharmonía í Akranesvitanum á Akranesi

Meðlimir í Söngsveitinni Fílharmóníu heimsóttu Akranesvitann laugardaginn 5. maí 2018 og sungu meðal annars þennan sálm "Heyr Himna smiður".https://www.facebook.com/songsveitinfilharmonia/

Posted by Akranesviti on Sunday, May 6, 2018

 

Og hér er það Kammerkór Norðurlands sem syngur:

Kammerkór Norðurlands í Akranesvita

Kammerkór Norðurlands heimsótti Akranesvitann sunnudaginn 6. maí 2018 og söng nokkur lög. Þar á meðal þetta.

Posted by Akranesviti on Monday, May 7, 2018

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Israel sigraði í Eurovisjon

Ísrael bar sigur úr býtum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fór í gær í Portúgal. Það var söngkonan Netta... Lesa meira

Hinrik prins er látinn

Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, er látinn, 83 ára að aldri. Hinrik lést í svefni í Fredensborgarkastala á Norður-Sjálandi... Lesa meira

Málverk veldur heilabrotum

Listfræðingar og almenningur hafa að undanförnu furðað sig á atriði í gömlu málverki efitr Ferdinand Georg Waldmüller.  Verkið var málað... Lesa meira