
Kim og Kanye flytja til Chicago
Hjónakornin Kim Kardashian og Kanye West ætla að flytja til Chicago, en þau hafa í nokkur ár búið í Kaliforníu-fylki í Bandaríkjunum. Kanye tilkynnti um flutningana á tónleikum í Chicago í gærkvöldi. Þau hafa nú þegar keypt sér húsnæði í Chicago.

Heimili þeirra í Hidden Hills í Los Angeles er gríðarstórt.
Kanye er sjálfur fæddur og uppalinn í Chicago. Hann sagðist aldrei ætla að yfirgefa borgina aftur, þegar hann tilkynnti um flutningana. Heimili þeirra hjóna á Los Angeles svæðinu í Kaliforníu verður þó ekki endilega selt, en húsið er gríðarstórt með stórt landflæmi í kringum sig. Þeirra aðal heimili verður samt líklega núna í Chicago, þriðju stærstu borg Bandaríkjanna.

Kanye, Kim og börnin.
Kanye og Kim giftust fyrir fjórum árum síðan og eiga þrjú börn saman; North West 5 ára, Saint West 2 ára og svo fæddist þeim dóttirin Chicago í janúar með hjálp staðgöngumóður. Kim Kardashian er frægust fyrir hlut sinn í þáttunum Keeping up with the Kardashian og kom með tökulið til Íslands fyrir nokkrum árum, þar sem þau meðal annars ferðuðust um Suðurland. Kanye er frægur tónlistarmaður.