Erlent

Kattamyndir taka yfir lestarkerfið í London

Auglýsingaspjöld í neðanjarðarlestarkerfinu í London eru þakin kattamyndum. Sextíu og átta mismunandi kattamyndir prýða nú ganga og veggi í neðanjarðarlestarkerfinu í staðinn fyrir hinar venjubundnu auglýsingar.
Uppruna myndanna má rekja til frjálsra félagasamtaka sem rekin eru af sjálfboðaliðum. Samtökin kalla sig CATS – Citizens Advertising Takeover Service eða borgaraleg hreyfing sem tekur yfir auglýsingar. Verkefninu var hrundið af stað fyrr á þessu ári í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Kickstarter. Um 700 manns styrktu verkefnið og söfnuðust yfir 20.000 pund.
Í grein The Guardian segir að svona gjörningar séu ekki einsdæmi. Þetta hafi verið gert áður til dæmis í Teheran í Íran, París í Frakklandi, Melbourne í Ástralíu, New York í Bandaríkjunum og Toronto í Kanada. Tilgangurinn með gjörningunum er að koma auglýsingum úr almannarými eða einfaldlega fegra nærumhverfi almennings.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Saðsamt bláberjabúst

Eflaust kannast margir lesendur Skessuhorns við að á sumrin sé minni tíma varið í að elda miklar máltíðir. Þess í... Lesa meira

Mærin helga tignuð með tónverkum

Dagskrá tileinkuð Maríu Guðsmóður í Staðastaðarkirkju Tónlistardagskrá samtvinnuð lestrum úr helgum ritum skapa Máríudægur, helgistund tileinkaða Maríu Guðsmóður sem fram... Lesa meira

Geitungur að borða borða

„Nei, sko, þarna er geitungur að borða,“ skrifaði spaugarinn Einar Steinþór Traustason vélamaður á Facebook síðu sína. Hann var nýlega,... Lesa meira