Erlent

Kattamyndir taka yfir lestarkerfið í London

Auglýsingaspjöld í neðanjarðarlestarkerfinu í London eru þakin kattamyndum. Sextíu og átta mismunandi kattamyndir prýða nú ganga og veggi í neðanjarðarlestarkerfinu í staðinn fyrir hinar venjubundnu auglýsingar.
Uppruna myndanna má rekja til frjálsra félagasamtaka sem rekin eru af sjálfboðaliðum. Samtökin kalla sig CATS – Citizens Advertising Takeover Service eða borgaraleg hreyfing sem tekur yfir auglýsingar. Verkefninu var hrundið af stað fyrr á þessu ári í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Kickstarter. Um 700 manns styrktu verkefnið og söfnuðust yfir 20.000 pund.
Í grein The Guardian segir að svona gjörningar séu ekki einsdæmi. Þetta hafi verið gert áður til dæmis í Teheran í Íran, París í Frakklandi, Melbourne í Ástralíu, New York í Bandaríkjunum og Toronto í Kanada. Tilgangurinn með gjörningunum er að koma auglýsingum úr almannarými eða einfaldlega fegra nærumhverfi almennings.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Alltaf haft áhuga á pólitík

Nýlega hélt Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi kjördæmisþing. Á dagskrá þingsins var kosning um þrjú efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir komandi... Lesa meira