
Karabatic bestur en þrátt fyrir það ekki í úrvalsliðinu
Hinn franski Karabatic var í lykilhlutverki í landsliði Frakklands sem vann alla leiki sína á Heimsmeistaramótinu í handbolta og tryggði sér sjötta titillinn með því að leggja Norðmenn að velli í úrslitaleik með 33 mörkum gegn 26. Þrátt fyrir að Karabatic væri valinn besti leikmaður HM var ekki pláss fyrir hann í úrvalsliði mótsins.