adsendar-greinar Mannlíf
Dröfn Viðarsdóttir, Hlöðver Már Pétursson dúx og Steinunn Inga Óttarsdóttir. Ljósm. fva.is

Hlöðver Már var dúx FVA

Hlöðver Már Pétursson var dúx Fjölbrautaskóla Vesturlands með lokaeinkunnina 9,41 við útskrift skömmu fyrir jól. Hann útskrifaðist úr rafvirkjun með viðbótarnám til stúdentsprófs. Hlöðvar Már hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í iðnnámi, framúrskarandi árangur í sérgreinum rafiðngreina, fyrir ágætan árangur í íslensku, fyrir framúrskarandi námsárangur og fyrir framúrskarandi árangur í bæði bók- og verknámi.

Spurður hver sé lykillinn að svo góðum árangri í námi svarar Hlöðver: „Það er held ég bara metnaður og vinnusemi. Ef maður leggur hart að sér og er tilbúinn að leggja á sig það sem til þarf þá getur maður náð þessum árangri.“ Hlöðver segir námið einnig hafa legið frekar vel fyrir sér en hann hefur alla tíð verið góður námsmaður. „Ég hef verið duglegur að læra í gegnum tíðina og hef haft metnað fyrir því sem ég er að gera. Svo myndi ég segja að ég væri bara samviskusamur þegar kemur að náminu,“ segir Hlöðver. En af hverju valdi hann rafvirkjun? „Ég valdi rafvirkjun bara þegar ég fór á nýnemadag í fjölbraut þegar ég var í grunnskóla, þá fékk ég kynningu á náminu og það heillaði mig. Mér þótti líka heillandi við iðnnám að þá er greið leið inn á vinnumarkaðinn eftir nám,“ svarar hann.

Það gefst tími fyrir það sem maður vill

Hlöðver starfar í dag sem rafvirki hjá Blikksmiðnum í Reykjavík en hann byrjaði að vinna þar síðasta sumar. Hann ætlar að halda áfram að starfa þar en stefnir á háskólanám næsta haust. „Ég ætla í áframhaldandi nám tengt rafmagni en ég er ekki alveg búinn að ákveð í hvaða nám ég fer, hvort það verði verkfræði eða iðnfræði,“ segir Hlöðver. Aðspurður segist hann hafa unnið eins og hann gat með náminu. „Ég vann öll sumur og eitthvað yfir veturinn líka flestar annir. Þó komu annir sem voru svo þétt skipaðar að það var ekki tími til að vinna samhliða náminu,“ segir hann og bætir við að auk vinnunnar hefur hann verið að æfa fótbolta með ÍA en núna er hann búinn að færa sig yfir í Kára og spilar með þeim. „Það gefst alltaf tími fyrir það sem maður vill,“ segir Hlöðver kátur að endingu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Stormur í Hjarðarholtskirkju

Í gærkvöldi voru tónleikar haldnir í Hjarðarholtskirkju í Dölum. Tvær ungar konur; Ásta Soffía Þorgeirsdóttir og Kristina Farstad Bjordal, sem... Lesa meira

Vefurinn List fyrir alla

Nú má nálgast yfirlit yfir öll menningarhús, sýningar, söfn og setur sem miðla list og menningu til barna og ungmenna... Lesa meira