adsendar-greinar Heilsa

Hildur Karen fyrsti viðmælandinn í Sýnum karakter

Ungmennafélag Íslands hefur gefið út sinn fyrsta hlaðvarpsþátt, Sýnum karakter. Um er að ræða verkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Íslands. Fyrsti viðmælandi hlaðvarpsins er Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akraness, sem talar um þau forréttindi að hafa alist upp í litlu samfélagi þar sem íþróttir voru númer eitt, tvö og þrjú. Sjálf er Hildur Karen fædd og uppalin í Bolungarvík en hún fluttist á Akranes eftir nám sitt í Danmörku og býr þar enn.

Verkefnið Sýnum karakter er átaksverkefni um þjálfun sálrænnar og félagslegrar færni barna og ungmenna í íþróttum. Hugmyndafræði verkefnisins byggir á að hægt sé að þjálfa og styrkja sálræna og félagslega færni iðkenda eins og líkamlega færni. Hægt er að hlusta á frásögn Hildar Karenar í fyrsta þætti Sýnum karakter á, www.soundcloud.com/synumkarakter.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Ég er kominn til Afríku!

Mér líður eins og spóa, fyrir utan að það var líklegast mun auðveldara fyrir mig að fljúga með flugvél suður... Lesa meira