
Game of Thrones sigursæl á Emmy-verðlaunahátíðinni
Sjónvarpsþáttaröðin „Game of Thrones“ var sigursæl á Emmy-verðlaunahátíðinni síðastliðna nótt í Bandaríkjunum. Þættirnir hlutu verðlaun sem besta drama-þáttaröð síðasta árs. Í síðustu þáttaröð fékk Vesturland að njóta sín, sérstaklega Kirkjufell í Grundafirði. Áttundu, og jafnframt síðustu, þáttaraðar af „Game of Thrones“ er að vænta árið 2019.
Athygli vakti á verðlaunaafhendingunni að í streymisveitan Netflix hefur sótt mjög í sig veðrið og hlutu þættir og leikarar á þeirra vegum fjöldamörg verðlaun. Það er í fyrsta sinn sem þættir frá HBO eru ekki áberandi sigursælastir.
Önnur verðlaun voru:
Besta leikkona í drama-þáttaröð: Claire Foy fyrir leik sinn í „The Crown“.
Besti leikari í drama-þáttaröð: Matthew Rhys fyrir leik sinn í „The Americans“.
Besta aukaleikkona í drama-þáttaröð: Thandie Newton fyrir leik sinn í „Westworld“.
Besti aukaleikari í drama-þáttaröð: Peter Dinklage fyrir leik sinn í „Game of Thrones“.