adsendar-greinar Erlent
Freyja Ingadóttir formaður stjórnar SÍNE.

Freyja kjörin nýr formaður SÍNE

Freyja Ingadóttir er nýr formaður SÍNE, Samtaka íslenskra námsmanna erlendis. Freyja var kjörin á sumarráðstefnu SÍNE sem fram fór laugardaginn 14. ágúst. Hún tekur við formennskunni af Hauki Loga Karlssyni sem gengt hefur hlutverkinu síðastliðið ár. Freyja starfar sem verkefnisstjóri hjá ferðaþjónustufyrirtæki en útskrifaðist með meistarapróf í alþjóðasamskiptum frá Háskólanum í Edinborg í fyrra. Síðastliðið ár gegndi Freyja hlutverki gjaldkera SÍNE.

Á Sumarráðstefnunni var farið yfir störf SÍNE á síðasta starfsári en þar bar hæst bólusetningar íslenskra námsmanna erlendis og gengisleiðrétting skólagjaldalána. „Ég vil þakka fráfarandi formanni fyrir frábær störf og um leið þakka félagsmönnum fyrir traustið sem þau hafa sýnt mér. Ég hlakka mjög til að takast á við verkefni komandi árs en um þessar mundir er einkar mikilvægt að gæta hagsmuna námsmanna erlendis. Ég mun leggja áherslu á að tryggja hagsmuni námsmanna gagnvart Menntasjóði námsmanna og stjórnvöldum, en jafnframt leitast eftir því að greiða götu nemenda hvar sem þeir stunda nám sitt, en félagsmenn SÍNE stunda nám um allan heim,“ segir Freyja Ingadóttir, nýkjörinn formaður SÍNE. Ásamt nýjum formanni var ný stjórn SÍNE kjörin en hana skipa: Anna Þórhildur Gunnarsdóttir, Bjarki Þór Grönfeldt, Ísak Rúnarsson, Kolfinna Tómasdóttir, Númi Sveinsson, Ragnar Auðun Árnason og Vera Jónsdóttir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Saman á Skaga

Verkefni sem snýst um að rjúfa félagslega einangrun fullorðinna fatlaðra einstaklinga Undanfarin tvö ár hefur Hildur Karen Aðalsteinsdóttir stýrt verkefni... Lesa meira