adsendar-greinar Mannlíf

Erasmus+ heimsókn borgneskra ungmenna til Antiquera á Spáni

Um miðjan október fór hópur úr Grunnskólanum í Borgarnesi í heimsókn til Spánar í tengslum við Erasmus+ verkefnið Enjoyable Maths sem er samstarfsverkefni fjögurra landa. Auk okkar og Spánverjanna eru Tékkar og Sikileyingar með í verkefninu.

Í hópnum voru níu nemendur úr 8. bekk og þrír kennarar.  Eftir langan ferðadag komum við til Antiquera sem er í Andalúsíu á Spáni. Bærinn er í um 550 m hæð og þar búa rúmlega 40 þúsund íbúar. Nemendur gistu á spænskum heimilum. Samstarfsskólinn heitir IES Pinter José María Fernández og þar eru kringum 900 nemendur.

Við mættum í skólann á hverjum morgni og vorum í skipulagðri dagskrá mest allan daginn. Meðal þess sem gert var voru ýmis stærðfræðiverkefni í skólanum og utan, ratleikur um Antiquera, heimsókn í fornu hellana (aincent dolmens) sem eru rétt hjá skólanum og heimsókn til el Torcal de Antequera sem er fjallgarður úr steinum.

Einnig heimsóttum við nærliggjandi borgir s.s. Malaga, Córdoba sem er jafnfjölmenn og allt Ísland, og Granada.

Síðasta daginn var elduð risa paella í skólanum og allir borðuðu, okkur fannst maturinn þarna mjög ólíkur því sem við eigum að venjast og flestum nemendunum fannst hann ekki góður, nema Jóhannesi.

Það er frábært að fá að taka þátt í svona verkefni, ferðast á framandi staði, kynnast nýju fólki , nýjum siðum og venjum. Þó allir væru ekki jafnheppnir með heimili fannst öllum ótrúlega gaman að taka þátt í þessu verkefni. Við fórum öll út fyrir þægindarammann þessa vikuna og upplifðum allskonar, svona verkefni eykur m.a. víðsýni og umburðarlyndi fyrir öðru fólki, siðum þeirra og venjum.  Auk þess sem við erum mun betri í ensku eftir ferðina en áður.

Aðalheiður Ella Ásmundsdóttir

Nína Björk Hlynsdóttir

Guðrún Alda Ólafsdóttir

Atli Freyr Ólafsson

Oddný Eyjólfsdóttir

Aníta Björk Ontiveros,

Hinrik Úlfarsson

Jóhannes Þór Hjörleifsson

Valborg Eva Bragadóttir.

Höfundar eru nemendur í 8. bekk GB

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Bland í poka pokinn tæmdur

Myndlistarkonan Tinna Rós Þorsteinsdóttir, sem gengur undir listamannsnafninu Tinna Royal var bæjarlistamaður Akraness árið 2020. Hún var að ljúka sýningu... Lesa meira

Hvaðan kemur Regnbogafáninn?

Árið 1978 hannaði og saumaði San Francisco-búinn Gilbert Baker fána með röndum regnbogans. Litirnir áttu að tákna samfélag samkynhneigðra. Á... Lesa meira