Minningarsjóður Einars Darra og Þjóðarátak

„Ég á bara eitt líf“ gefur út myndbönd

Minningarsjóður Einars Darra, sem stendur á bak við þjóðarátakið „Ég á bara eitt líf“, hefur gefið út myndbönd til að vekja athygli á vandanum sem steðjar af misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum. Minningarsjóðurinn var stofnaður í kringum andlát Einars Darra, átján ára drengs, sem lést af lyfjaeitrun á heimili sínu í Hvalfjarðarsveit í maí síðastliðnum.

 

Fjölskylda hans og vinir standa á bak við minningarsjóðinn og kröftugt þjóðarátak er nú komið í gang. Tilgangurinn með baráttunni „Ég á bara eitt líf“ er að sporna við og draga úr misnotkun fíkniefna með áherslu á lyf. Einnig vilja þær opna umræðu um misnotkun lyfja hér á landi og þörf á bættum meðferðarúrræðum. Þá þurfi líka að auka þekkingu almennings á eðli og umfangi misnotkunar lyfja. Myndböndin eru liður í þessari baráttu.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Julehilsen fra Närpes

Bästa vänner i våra nordiska vänorter! Vi har nu en månad kvar till jul, men redan för en vecka sedan... Lesa meira

Sveinbjörn og Lárus í forystu

Töluverðar sviptingar voru á fyrsta kvöldi aðaltvímennings Bridgefélags Borgarfjarðar sem spilað var á mánudagskvöld. Mótinu verður framhaldið næstu þrjú mánudagskvöld.... Lesa meira