adsendar-greinar Mannlíf
Hreinn og Sigurmon eru Congo Bongo. Ljósm. Pétur Ingi Jónsson.

Congo Bongo gefur út sína fyrstu smáskífu

Tónlistarfrændurnir Hreinn Elías og Sigurmon Hartmann hafa skipað ýmsar sveitir í gegnum tíðina og heyra nú undir nafninu Congo Bongo. „Þetta er nafn sem gefur til kynna sólríka og bjarta daga framundan í útgáfu tónlistar okkar frænda,“ útskýra þeir. Áður framleiddu frændteymið tónlist undir nafninu Kajak en með þessari nafnabreytingu eru þeir að setja tónlistina sína undir einn hatt. „Í gegnum tíðina höfum við verið að gera allskonar, en með Congo Bongo þá erum við að setja það sem við erum að búa til í ákveðið box,“ segir Hreinn. „Við erum að spýta út tónlist núna og höfum plön um að koma meiri tónlist út. Við höfum verið duglegir að búa til tónverk en ekki nógu röskir að gefa hana út.“

Congo Bongo frændurnir gera margskonar tónlist og eru ýmist að vinna hana sjálfir eða í samstarfi við annað tónlistarfólk. „Við gerum allt. Það er svo auðvelt að skapa tónlist í dag. Við erum með verkfærin sem þarf til að búa til ný verk á fingrum okkar, fartölvu og heyrnartól, og erum ekki bundnir staðsetningu. Við getum unnið hvar sem er. Svo er virkilega gaman að fara í samstarf,“ bætir Hreinn við.

Fyrsta smáskífa Congo Bongo, Human, kom út síðastliðinn föstudag á stafrænum tónlistarveitum. Með Human ákváðu frændurnir að vera berskjaldaðir og óhræddir í verkinu sínu. „Það eina sem við getum gert er að skapa frá hjartanu og vera sjálfum okkur samkvæmir. Allt annað er tímasóun,“ segja þeir um verkið.

Hægt er að finna Congo Bongo á helstu samfélagsmiðlum undir Congo Bongo Creative og fylgjast með hvað þeir frændur eru að vinna að ásamt því að hægt er að hafa samband við þá ef áhugi fyrir samstarfi er fyrir hendi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Alltaf haft áhuga á pólitík

Nýlega hélt Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi kjördæmisþing. Á dagskrá þingsins var kosning um þrjú efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir komandi... Lesa meira