Íþróttir

true

Skallagrímur með tap í fyrsta leik

Fyrsta umferð fjórðu deildar karla í knattspyrnu hófst á fimmtudaginn og daginn eftir mættust í Hveragerði lið Hamars og Skallagríms á Grýluvelli í markaleik. Guido Rances kom heimamönnum í forystu strax á fjórðu mínútu en Maximiliano Ciarniello kom Skallagrími á blað tæpum tíu mínútum síðar. Sölvi Snorrason kom síðan gestunum úr Borgarnesi yfir eftir rúman…Lesa meira

true

Víkingur Ólafsvík náði jafntefli fyrir austan

Höttur/Huginn og Víkingur Ólafsvík mættust í 2. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn og var viðureignin á Fellavelli á Egilsstöðum. Það er óhætt að segja að það hafi ekki rignt inn mörkum í leik liðanna um helgina því niðurstaðan var markalaust jafntefli. Fyrri hálfleikur var að sögn tíðindamanna nokkuð jafn en í seinni hálfleik voru…Lesa meira

true

Vestri og ÍA gerðu jafntefli í Lengjudeildinni

Skagamenn gerðu sér ferð vestur á Ísafjörð í Lengjudeild karla í knattspyrnu á laugardaginn þar sem þeir mættu liði Vestra á Olísvellinum. Fyrsta og eina mark fyrri hálfleiks kom ekki fyrr en á 44. mínútu þegar Johannes Björn Vall átti fína fyrirgjöf af vinstri kanti beint á kollinn á Viktori Jónssyni sem skallaði boltann smekklega…Lesa meira

true

Skákveisla í boði Taflfélagsins í Snæfellsbæ

Á laugardaginn hélt Taflfélag Snæfellsbæjar minningarmót í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík um þá Hrafn Jökulsson, rithöfund og áhrifamann í skáksögu Íslands, og Ottó Árnason ljóðskáld sem stofnaði á sínum tíma Taflfélag Ólafsvíkur. Mótið hófst klukkan 13 eftir hádegi og kepptar voru átta umferðir eftir Monradformi í átta flokkum. Veglegt verðlaunafé var í opnum flokki þar…Lesa meira

true

Fótboltamótin komin á fullt

Snæfellsnessamstarfið sendi nokkur lið á nýafstaðið Cheeriosmót Víkings í Reykjavík sem fram fór um helgina. Frábært veður var um helgina og kjöraðstæður til knattspyrnuiðkunnar. Stórglæsileg tilþrif sáust í Fossvoginum en sjötti, sjöundi og áttundi flokkur karla og kvenna öttu kappi um helgina.Lesa meira

true

Kári tapaði á móti Augnabliki

Kári og Augnablik léku á laugardaginn í 3. deild karla í knattspyrnu og fór leikurinn fram í Akraneshöllinni. Gestirnir komust yfir á 37. mínútu þegar Tumi Fannar Gunnarsson fékk boltann í vítateignum, hann sólaði tvo leikmenn Kára og lagði boltann í markið framhjá markmanni Kára. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin en…Lesa meira

true

Skagamenn byrjuðu Lengjudeildina með tapi

ÍA og Grindavík áttust við í 1. umferð Lengjudeildar karla á föstudaginn og fór leikurinn fram á Akranesvelli. Gestirnir komust yfir strax á fjórðu mínútu eftir sofandahátt í varnarleik heimamanna þegar hár bolti skoppaði inn fyrir vörn ÍA þar sem sóknarmaðurinn Dagur Ingi Hammer Gunnarsson var mættur og náði að skalla boltann. Árni Marinó Einarsson…Lesa meira

true

Björn Axel með þrennu fyrir Víking í fyrsta leik

Víkingur Ólafsvík og Dalvík/Reynir mættust í fyrstu umferð 2. deildar karla í knattspyrnu á laugardaginn og var leikurinn á Ólafsvíkurvelli. Eina mark fyrri hálfleiks kom á 36. mínútu þegar Björn Axel Guðjónsson kom heimamönnum yfir í leiknum og þannig var staðan í hálfleik. Sjö mínútum eftir hálfleikshléið var Björn Axel aftur á ferðinni og kom…Lesa meira

true

Skúli á Simba sigurvegari í Sindratorfærunni

Sindratorfæran fór fram á Hellu síðastliðinn laugardag og voru 23 keppendur skráðir til leiks. Framan af leiddi Íslandsmeistarinn Haukur Viðar Einarsson á Heklu en eftir að bilanir fóru að segja til sín þá komst Skúli Kristjánsson á Simba fljótt upp í fyrsta sætið og hélt því út keppnina og endaði því sem sigurvegari. Geir Evert…Lesa meira

true

Vestlendingar hlutskarpir á garpamóti í sundi

Opna Íslandsmeistaramótið í garpasundi fór fram dagana 5.-6. maí sl. í Sundlaug Kópavogs. Vel á annað hundrað keppendur 25 ára og eldri skráðu sig til leiks frá ellefu félögum. Bæði Sundfélag Akraness og Sunddeild Skallagríms í Borgarnesi áttu fulltrúa á mótinu, og er óhætt að segja að Vestlendingarnir hafi náð glæsilegum árangri með samtals 28…Lesa meira