Íþróttir

true

Þórdís valin þjálfari ársins hjá Fimleikasambandi Íslands

Uppskeruhátíð Fimleikasambands Íslands fyrir árið 2022 fór fram í Laugardalshöll fimmtudaginn 5. janúar síðastliðinn. Árangri fimleika á Íslandi árið 2022 var fagnað og að venju var tækifærið nýtt til að veita ýmsar viðurkenningar til einstaklinga sem hafa lagt sitt af mörkum til íslensku fimleikahreyfingarinnar. Þjálfari ársins kemur úr röðum Fimleikafélags ÍA í ár, en Þórdís…Lesa meira

true

Snæfell tapaði eftir framlengingu

Hamar/Þór og Snæfell áttust við í 1. deild kvenna í körfuknattleik á laugardaginn og fór leikurinn fram í Hveragerði. Snæfell, sem lék án fyrirliðans Rebekku Ránar Karlsdóttur sem var veik, byrjaði mun betur í leiknum og komst í 3:12 eftir rúmar fimm mínútur. Þá fóru heimakonur loks í gang og staðan 13:18 Snæfelli í vil…Lesa meira

true

Skallagrímur lagði Hrunamenn

Hrunamenn og Skallagrímur mættust í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og fór leikurinn fram á Flúðum. Heimamenn byrjuðu betur, komust í 5:0 og 8:2 en þá vöknuðu gestirnir og komu sér inn í leikinn. Þegar rúmar sex mínútur voru liðnar af fyrsta leikhluta í stöðunni 14:14 skoraði Skallagrímur tíu stig í röð og…Lesa meira

true

Tíu í kjöri til íþróttamanneskju Borgarfjarðar

Þrettán voru tilnefndir hjá Ungmennasambandi Borgarfjarðar til Íþróttamanneskju ársins 2022. Kosningin fór fram milli jóla og nýárs en úrslit verða tilkynnt á þrettándanum, 6. janúar klukkan 17 í Hjálmakletti. Eftirfarandi tíu einstaklingar eru í kjöri: Alexandrea Rán Guðnýjardóttir, kraftlyftingar. Bjarki Pétursson, golf. Bjarni Guðmann Jónsson, körfuknattleikur. Brynjar Snær Pálsson, knattspyrna. Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir, frjálsar íþróttir.…Lesa meira

true

Magnea áfram hjá ÍA

Magnea Guðlaugsdóttir þjálfari kvennaliðs ÍA í knattspyrnu verður áfram þjálfari liðsins. Þetta kom fram á fundi með henni og leikmönnum liðsins í morgun en í byrjun desember hafði Magnea tilkynnt leikmönnum sínum að hún yrði ekki við stjórnvölinn á næsta tímabili. Magnea segir í stuttu spjalli við Skessuhorn að hún væri hætt við að hætta.…Lesa meira

true

Íþróttamaður Grundarfjarðar kjörinn á morgun

Þrjár tilnefningar bárust til kjörs á íþróttamanni Grundarfjarðar árið 2022 og verða úrslitin gerð kunn við hátíðlega athöfn í Samkomuhúsinu í Grundarfirði á gamlársdag, laugardaginn 31. desember klukkan 11. Við sama tækifæri verða sjálfboðaliðar heiðraðir fyrir óeigingjörn störf í þágu íþrótta- og tómstundalífs í Grundarfirði og sængurgjöf samfélagsins afhent foreldrum barna sem fæddust árið 2022.…Lesa meira

true

Gamlárshlaup ÍA á Akranesi

Á morgun, gamlársdag, geta bæjarbúar á Akranesi og nágrenni hlaupið út árið í árlegu Gamlárshlaupi ÍA. Að þessu sinni er hlaupið fjáröflun fyrir meistaraflokk kvenna í knattspyrnu og kostar þúsund krónur að taka þátt. Hægt verður að velja um tvær vegalengdir; 2 km og 5 km. Allir hlauparar fara sjálfkrafa í pott og verða nokkrir…Lesa meira

true

Skallagrímur með stórsigur á Þór Akureyri

Skallagrímsmenn gerðu sér ferð norður á föstudaginn og léku gegn heimamönnum í Þór í 1. deild karla í körfuknattleik í Höllinni á Akureyri. Það var jafnt á öllum tölum í byrjun leiks en um rúman miðjan fyrsta leikhluta var staðan orðin 14:22 gestunum í vil. Sá munur breyttist lítið fram að lokum hans og staðan…Lesa meira

true

Jólasveinar briddsfélagsins

Lokapunktur á haustönn Bridgefélags Borgarfjarðar er jafnan Jólasveinatvímenningur á föstudegi í aðdraganda jóla. Þá draga spilarar spil úr stokknum og mynda þannig pör. Síðastliðinn föstudag var spilað á sjö borðum. Úrslit urðu þau að Skagamaðurinn Viktor Björnsson ásamt Kristjáni Hallgrímssyni úr Borgarnesi báru sigur úr býtum með talsverðum yfirburðum, eða 62,92% skori. Í öðru sæti…Lesa meira

true

Arnleifur með tveggja ára samning við ÍA

Arnleifur Hjörleifsson er genginn til liðs við Knattspyrnufélag ÍA og hefur skrifað undir samning sem gildir til ársins 2024. Arnleifur er vinstri bakvörður og á að baki alls 91 deildarleik með Skallagrími, Kára og Kórdrengjum og hefur skorað í þeim leikjum níu mörk. Arnleifur sem er fæddur árið 2000 er uppalinn í Ólafsvík en með…Lesa meira