Íþróttir

true

Tap hjá Hólmurum

Snæfellingar máttu sætta sig við eins marks tap gegn Stokkseyri þegar liðin mættust í 13. umferð 4. deildar karla í knattspyrnu í gær. Spilað var í Stykkishólmi. Engin mörk litu dagsins ljós í fyrri hálfleik og var hann frekar tíðindalítill. Milos Janicijevic í liði Snæfells nældi sér í rautt spjald á 40. mínútu og neyddust…Lesa meira

true

Manni færri en hættulegri

Víkingur Ó. og ÍBV skildu jöfn, 1-1, þegar liðin mættust í 1. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn. Leikið var í Ólafsvík. Ólafsvíkingar voru líflegir í upphafi leiks en það voru gestirnir frá Vestmannaeyjum sem skoruðu á undan. Á 9. mínútu leiksins átti Felix Örn Friðriksson góða fyrirgjöf frá vinstri, beint á kollinn á Gary…Lesa meira

true

Misstu niður tveggja marka forystu

Káramenn máttu sætta sig við jafntefli, 2-2, þegar þeir mættu KF í 2. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn. Leikið var í Akraneshöllinni og þar komust heimamenn tveimur mörkum yfir, áður en gestirnir jöfnuðu. Allt gerðist þetta áður en flautað var til hálfleiks. Það var Hilmar Halldórsson sem kom Kára yfir á 13. mínútu leiksins,…Lesa meira

true

Skellur á heimavelli

ÍA fékk skell gegn Haukum, 1-4, þegar liðin mættust í 12. umferð 1. deildar kvenna á Akranesi í gærkvöldi. Skagastúlkur hafa ekki fundið taktinn á leiktíðinni og einungis unnið einn leik í sumar. Hafnarfjarðarliðið mætti einbeitt til leiks í Akraneshöllinni, þar sem leikurinn fór fram. Strax á upphafsmínútunum slógu Haukastúlkur tóninn þegar Sæunn Björnsdóttir skoraði.…Lesa meira

true

Ísak Snær til ÍA á láni

Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður enska knattspyrnuliðsins Norwich City, er kominn á lánssamningi til ÍA. Mun hann leika með liði Skagamanna út keppnistímabilið 2020. Ísak Snær er 19 ára gamall miðjumaður og á að baki 23 leiki með yngri landsliðum Íslands, þar af níu með U19 ára liðinu. Hann hefur einnig verið fyrirliði U19 ára landsliðsins.…Lesa meira

true

Tryggðu sigurinn í blálokin

Lið Skallagríms í 4. deild karla í knattspyrnu náði loksins að næla sér í sigur og þrjú stig þegar það vann Berserki á Víkingsvelli í Reykjavík í gærkvöldi. Eftir fantagóða byrjun í upphafi móts þá hafa Borgnesingar átt erfitt uppdráttar og ekki unnið leik síðan þeir mættu einmitt Berserkjum í Borgarnesi í byrjun júlímánaðar. Töluvert…Lesa meira

true

Bjarki Steinn seldur frá ÍA

Knattspyrnumaðurinn Bjarki Steinn Bjarkason hefur verið seldur til ítalska liðsins Venezia í Feneyjum. Hann samdi við ítalska liðið til þriggja ára. Fótbolti.net greinir frá. Bjarki er tvítugur kantmaður, uppalinn hjá Aftureldingu en gekk í raðir ÍA árið 2018 og hefur leikið með liði Skagamanna í Pepsi Max deildinni undanfarin þrjú ár. Hann hefur skorað fjögur…Lesa meira

true

Sigraðir á Selfossi

Káramenn máttu játa sig sigraða gegn Selfyssingum, 1-0, þegar liðin mættust í 2. deild karla í knattspyrnu. Leikið var í blíðskaparveðri á Selfossi í gær. Heimamenn voru sterkari í leiknum og fengu sinn skerf af marktækifærum. Litlu munaði að þeir kæmust yfir strax á 5. mínútu en Káramenn björguðu á línu. Skagaliðið átti síðan góða…Lesa meira

true

Tólf marka tap

Snæfellingar fengu hvorki rönd við reist þegar þeir mættu Kormáki/Hvöt í 4. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn. Leikið var á Blönduósi og heimamenn skoruðu hvorki fleiri né færri en 13 mörk gegn aðeins einu marki Hólmara. Viktor Ingi Jónsson skoraði fjögur mörk fyrir heimamenn og þeir Ingvi Rafn Ingvason og Ágúst Friðjónsson skoruðu báðir…Lesa meira

true

Dramatískt jafntefli á Ísafirði

Víkingur Ó. gerði jafntefli við Vestra, 3-3, þegar liðin mættust í 1. deild karla í knattspyrnu. Leikið var á Ísafirði í gær. Heimamenn voru öflugri í blábyrjun leiksins, án þess þó að skapa sér nein dauðafæri. Eftir um tíu mínútna leik áttu Ólafsvíkingar hættulega sókn og skalla rétt framhjá. Upp úr því voru þeir sterkari…Lesa meira