
Sveitarstjórnir Dalabyggðar og Húnaþings vestra ákváðu á fundum sínum í gær skipan sameiginlegrar kjörstjórnar sveitarfélaganna vegna kosninga sem fram fara dagana 28. nóvember til 13. desember um tillögu að sameiningu sveitarfélaganna. Samkomulag var um að Húnaþing vestra skipi tvo aðalmenn en Dalabyggð einn. Dalabyggð skipar hins vegar tvo varamenn en Húnaþing vestra einn. Aðalmaður Dalabyggðar…Lesa meira







