Fréttir

true

Færri keppendur af Vesturlandi á Unglingalandsmóti UMFÍ

Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Að sögn Jóns Aðalsteins Bergsveinssonar kynningarfulltrúa UMFÍ gengur undirbúningur mótsins mjög vel og eru skráðir þátttakendur nú um eitt þúsund. Er það eilítið betri þátttaka en á mótinu í fyrra sem haldið var í Borgarnesi. Mestu munar þar um glæsilega þátttöku af Austurlandi undir merkjum UÍA. Keppendur þaðan…Lesa meira

true

Gjaldtaka hefst á bílastæðum við Stykkishólmshöfn

Gjaldtaka hefst á morgun á bílastæðum við Stykkishólmshöfn. Tilgangur gjaldtökunnar er að bæta nýtingu bílastæða, stýra umferð og tryggja tekjur til að viðhalda og bæta aðstæður á svæðinu að því er kemur fram í tilkynningu frá sveitarfélaginu. Gjaldskylda verður framvegis á tímabilinu 1.maí til 30.september ár hvert. Verkefnið er unnið í samstarfi við Parka lausnir…Lesa meira

true

Afar döpur byrjun í Gljúfurá

Á fyrstu fjórum vikum veiðitímabilsins í Gljúfurá í Borgarfirði hafa aðeins veiðst fjórir laxar. Veiðimaður sem staddur var við ána um helgina og tíðindamaður Skessuhorns ræddi við segist ekki hafa séð fisk í ánni. Hann hafi áður veitt í ánni en aldrei séð hana jafn dapra sem nú og því hljóti eitthvað að hafa komið…Lesa meira

true

Einar Margeir bætti sinn besta árangur

Einar Margeir Ágústsson sundkappi úr Sundfélagi ÍA keppti í nótt í 50 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug sem fram fer þessa dagana í Singapore. Einar Margeir lauk keppni á 27,89 sekúndum og lenti í 40.sæti af 79 keppendum. Einar Margeir bætti því besta árangur sinn í greininni fram að þessu sem var…Lesa meira

true

Forseti bæjarstjórnar Akraness ósáttur við trúnað mikilvægra upplýsinga

Fréttir um fyrirhugaða tolla Evrópusambandsins á kísiljárn frá Noregi og Íslandi, jafnvel á næstu vikum, hafa að vonum vakið mikla athygli og að vonum hörð viðbrögð ekki síst þeirra er næst starfsemi Elkem á Grundartanga standa. Svo virðist sem fréttir af málinu síðdegis á föstudaginn hafi komið flestum í opna skjöldu. Einnig hefur það vakið…Lesa meira

true

Fordæmalítil staða erkifjendanna í efstu deild

Þegar leiknar hafa verið 16 umferðir í Bestu-deild karla í knattspyrnu er komin upp nánast fordæmalaus staða í deildinni. Ekki á toppi deildarinnar heldur á botninum. Í ellefta og næst neðsta sæti deildarinnar situr nú lið KR með 17 stig og á botninum í tólfta sæti  er lið ÍA með 15 stig. Þessir erkifjendur sem…Lesa meira

true

Viðgerð stendur yfir á Norðtungukirkju

Þessa dagana og vikurnar standa yfir talsverðar viðgerðir og viðhaldsframkvæmdir á Norðtungukirkju í Borgarfirði.  Að sögn Georgs Magnússonar í Norðtungu er nú verið að skipta út bárujárnsklæðningu á annarri hlið kirkjunnar og turni hennar auk þess sem skipt verður um glugga í turni. Það er Hafsteinn Ingi Gunnarsson húsasmiður á Hvanneyri sem hefur veg og…Lesa meira

true

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar segir mikilvæga uppbyggingu í uppnámi

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar skorar á íslensk stjórnvöld að afstýra hugmyndum ESB um verndartolla á kísiljárn og tengdar vörur. Nái áformin fram að ganga muni þau setja í uppnám alla þá mikilvægu uppbyggingu sem unnið hefur verið að í langan tíma á Grundartanga. Orðrétt segir í yfirlýsingu sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar: „Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðra…Lesa meira

true

Óvissa hjá Elkem hefur áhrif á undirbúning landeldis á Grundartanga

Forsvarsmaður Aurora fiskeldis segir pólitíska óvissu helsta áhættuþátt í uppbyggingu atvinnulífs eins og uppbyggingu landeldis á Grundartanga. Þrátt fyrir jákvæðari pólitíska vinda undanfarið muni óvissa nú um nýtingu glatvarma Elkem hafa neikvæð áhrif á undirbúninginn. Undanfarin misseri hefur Aurora fiskeldi ehf. undirbúið uppsetningu landeldisstöðvar á Grundartanga þar sem markmiðið er að framleiða um 28.000 tonn…Lesa meira