
Lögreglan á Vesturlandi hefur á þessu ári aukið talsvert eftirlit með hraðakstri ökumanna bifreiða og gert eftirlitið á sama tíma markvissara að sögn Arnars Geirs Magnússonar aðalvarðstjóra hjá Lögreglustjóranum á Vesturlandi. Á þessu ári hafa 1.452 ökumenn verið stöðvaðir fyrir hraðakstur en á sama tíma í fyrra höfðu 1.053 ökumenn verið stöðvaðir við sömu iðju.…Lesa meira








