
Þungarokkshátíðin Sátan hófst í gær og það með látum. Það var hljómsveitin Gaddavír sem reið á vaðið og svo steig hver hljómsveitin á fætur annarri á stokk. Þakið ætlaði svo að rifna af íþróttahúsinu í Stykkishólmi þegar hljómsveitirnar Vader frá Póllandi og Brain Police trylltu lýðinn. Það var svo goðsagnakennda hljómsveitin Sororicide sem lokaði kvöldinu…Lesa meira








