
Í liðinni viku voru 32 ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi. Myndavélabifreið embættisins myndaði auk þess hraðakstur 170 ökumanna. Brotin voru mynduð á vegarköflum þar sem hámarkshraði er ýmist 20, 30, 50 eða 70 km/klst. Einn var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá urðu fimm umferðaróhöpp í umdæminu.…Lesa meira








