
Sumarblíða við Kirkjufellsfoss í Grundarfirði. Ljósm. úr safni
Litið um öxl og fram á veginn – rætt við sveitarstjóra á Vesturlandi
Eins og títt er um áramót veltir fólk vöngum um árið sem liðið er og horfir fram á veginn að ekki sé talað um þá sem strengja áramótaheit. Í tilefni áramótanna leitaði Skesshorn til bæjar- og sveitarstjóra sveitarfélaga á Vesturlandi og óskaði svara við því annars vegar hvað í þeirra huga hafi staðið hæst í sveitarfélaginu á liðnu ári og hins vegar hvernig nýtt ár legðist í fólk. Hér á eftir fara svör þeirra og hugleiðingar um farinn veg og framtíðina.