Fréttir

true

Tómas spilaði fullkominn leik í keilunni

Í gær fór fram deildarleikur í annarri deild í keilu. Spilað var í keilusalnum við Vesturgötu á Akranesi. Ellefu lið spila í deildinni og þar af koma þrjú af Akranesi. Í gær kepptu ÍA-B og ÍA-C. Það fyrrnefnda bar sigur úr býtum, en það skipa þau Jóhanna Nína Karlsdóttir, Anton Kristjánsson og Tómas Freyr Garðarsson.…Lesa meira

true

Framsókn með leiðtogaprófkjör í Borgarbyggð

Á almennum félagsfundi í Framsóknarfélagi Borgarbyggðar í gærkvöldi var ákveðið að fram fari leiðtogaprófkjör um efsta sæti framboðslistans fyrir kosningarnar 16. maí. Valið stóð á milli þess eða uppstillingar á framboðslista. Kosning um oddvita mun fara fram laugardaginn 21. mars. Á fundinum var uppstillingarnefnd kosin og mun nú hefja störf. Viku eftir leiðtogaprófkjörið mun listinn…Lesa meira

true

Jöfnun atkvæðavægis fækkar röddum dreifðra byggða

Byggðarráð Borgarbyggðar telur að framundan sé mikið verk að tryggja áframhaldandi verðmætasköpun í sátt við nærsamfélagið um land allt. Að mati ráðsins skjóti því skökku við að sett sé í forgang að fækka röddum hinna dreifðu byggða á Alþingi Íslendinga. Þetta kemur fram í umsögn ráðsins sem send verður í samráðsgátt stjórnvalda vegna áforma um…Lesa meira

true

Snæfellsbær kaupir raðhús til útleigu

Snæfellsbær hefur fest kaup á tveimur raðhúsum við Helluhól á Hellissandi. Þau eru ætluð til leigu fyrir íbúa sveitarfélagsins sem eru 60 ára og eldri. Húsin eru ný og bæði 122 fermetrar að stærð að meðtöldum innbyggðum bílskúr. Húsin eru fullbúin og standa nú íbúum til boða.Lesa meira

true

Hækka grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar

Velferðar- og fræðslunefnd Hvalfjarðarsveitar hefur lagt til við sveitarstjórn að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar einstaklings verði hækkuð úr 241.103 krónum í 252.608 krónur eða um 4,77%. Eins og fram kemur í annarri frétt Skessuhorns hefur byggðarráð Borgarbyggðar lagt til að hliðstæð fjárhagsaðstoð í Borgarbyggð verði lækkuð í 200.000 krónur. Jafnframt kom fram að samkvæmt könnun var fjárhagsastoð…Lesa meira

true

Kynningarfundur fyrir frumkvöðla

Í þriðju viku janúar mun KLAK – Icelandic Startups, Íslandsstofa, Tækniþróunarsjóður og Vísindagarðar fara í sameiginlega hringferð um landið til að halda opna kynningarfundi ásamt staðbundnum samstarfsaðilum fyrir alla sem hafa áhuga á að setja af stað verkefni í nýsköpun eða þróa viðskiptahugmynd. „Við verðum með viðburð hjá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri fimmtudaginn 22. janúar kl.…Lesa meira

true

Pennar seldir til stuðnings menningarhátíð

Í janúar munu heyrnarlausir sölumenn á vegum Félags heyrnarlausra heimsækja bæjarfélög á Vesturlandi og hefja sölu veglegra penna. Söfnunin er til styrktar Norrænni menningahátíð heyrnarlausra sem haldin verður á Selfossi dagana 29. júlí til 2. ágúst næstkomandi sumar. „Búist er við allt að 400 þátttakendum alls staðar af Norðurlöndunum og verða menning og listir og…Lesa meira

true

Loðnan heldur sig norður af landinu

Rannsóknarskipið Árni Friðriksson hefur undanfarna daga verið í könnun á loðnugöngum austur og norður af landinu. Meginmarkmið leiðangursins var að kortleggja útbreiðslu loðnustofnsins til undirbúnings við skipulagningu og tímasetningu á heildarmælingu stofnsins. Í frétt frá Hafrannsóknastofnun kemur fram að loðnan sé nú tiltölulega skammt á veg komin í hrygningargöngunni austur fyrir land en fremsti hlutinn…Lesa meira

true

Samræmd próf tekin upp að nýja í vor

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur birt í Samráðsgátt drög að reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmds námsmats í grunnskólum. Reglugerðin snýr annars vegar að nýju samræmdu prófunum í íslensku og stærðfræði sem allir nemendur í 4., 6. og 9. bekk grunnskóla gangast undir í fyrsta sinn nú í vor og hins vegar að safni valkvæðra matstækja…Lesa meira

true

Loðnu- og kolmunnakvóta úthlutað

Á dögunum úthlutaði Fiskistofa 31.046 tonnum af loðnu og 170.112 tonnum af kolmunna í samræmi við ákvæði reglugerða um leyfilegan heildarafla og veiðar í atvinnuskyni. Alls dreifist loðnu- og kolmunnakvótinn á sautján skip. Brim hf., sem á og rekur verkun á loðnu og kolmunna á Akranesi, fékk samtals úthlutað 35.606 tonnum af kolmunna og 5.588…Lesa meira