
Leiðangurslínur Árna Friðrikssonar í loðnukönnun 5.-12. janúar 2026 (bleikar) ásamt bergmálsgildum fyrir loðnu (rauðar línur hornrétt á leiðarlínur). Gráa línan sýnir 400 metra dýptarlínu. Teikning: hafro.is
Loðnan heldur sig norður af landinu
Rannsóknarskipið Árni Friðriksson hefur undanfarna daga verið í könnun á loðnugöngum austur og norður af landinu. Meginmarkmið leiðangursins var að kortleggja útbreiðslu loðnustofnsins til undirbúnings við skipulagningu og tímasetningu á heildarmælingu stofnsins. Í frétt frá Hafrannsóknastofnun kemur fram að loðnan sé nú tiltölulega skammt á veg komin í hrygningargöngunni austur fyrir land en fremsti hlutinn var norðaustur af Langanesi og var magnið þar óverulegt.