Samræmd próf tekin upp að nýja í vor

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur birt í Samráðsgátt drög að reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmds námsmats í grunnskólum. Reglugerðin snýr annars vegar að nýju samræmdu prófunum í íslensku og stærðfræði sem allir nemendur í 4., 6. og 9. bekk grunnskóla gangast undir í fyrsta sinn nú í vor og hins vegar að safni valkvæðra matstækja Matsferils. Samræmda námsmatið, sem nefnt er Matsferill, er miðlægt heildstætt safn matstækja í formi staðlaðra stöðu- og framvinduprófa, skimunarprófa og annarra matstækja sem kennarar og skólar geta nýtt sér í kennslu og við mat á stöðu og framvindu hvers barns í námi, jafnt og þétt yfir skólagönguna.