
Framsókn með leiðtogaprófkjör í Borgarbyggð
Á almennum félagsfundi í Framsóknarfélagi Borgarbyggðar í gærkvöldi var ákveðið að fram fari leiðtogaprófkjör um efsta sæti framboðslistans fyrir kosningarnar 16. maí. Valið stóð á milli þess eða uppstillingar á framboðslista. Kosning um oddvita mun fara fram laugardaginn 21. mars. Á fundinum var uppstillingarnefnd kosin og mun nú hefja störf. Viku eftir leiðtogaprófkjörið mun listinn verða fullmótaður og borinn undir atkvæði félagsmanna.