Fréttir

true

Til stendur að sameina prestaköllin í Borgarfirði

Eins og fram kom í frétt Skessuhorns í sumar lét séra Anna Eiríksdóttir af starfi sóknarprests í Stafholtsprestakalli í Borgarfirði í lok ágúst. Heimir Hannesson samskiptastóri Þjóðkirkjunnar sagði þá í viðtali við Skessuhorn að ekki stæði til annað en að nýr prestur verði ráðinn til starfa með aðsetur í Stafholti. Einhver töf virðis þó hafa…Lesa meira

true

Brú yfir Kleppsvík talin vænlegri kostur en jarðgöng

Í undirbúningi er að halda opna kynningarfundi vegna væntanlegrar umhverfismatsskýrslu vegna Sundabrautar. Samhliða því verða kynnt drög að aðalskipulagsbreytingum í Reykjavík. Fundirnir verða haldnir í Reykjavík, Mosfellsbæ og á Akranesi í október og nóvember. Að auki verður morgunfundur í streymi frá húsakynnum Vegagerðarinnar. Fundirnir verða auglýstir innan tíðar og eru áhugasamir hvattir til að mæta…Lesa meira

true

Sigur og tap hjá Vesturlandsliðunum í 1. deild

Það var ólíkt hlutskipti Vesturlandsliðanna í fyrstu umferð fyrstu deildarinnar í körfuknattleik í gærkvöldi. Lið Skallagríms hélt á Egilsstaði og mætti liði Hattar. Fyrirfram hefur liði Hattar verið spáð efsta sæti deildarinnar og því viðbúið að brekka biði Skallagrímsmanna sem og varð raunin þegar upp var staðið. Leiknum lauk með sigri Hattar 93-71. Stigahæstir Skallagrímsmanna…Lesa meira

true

Neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza

Í kjölfar samkomulags um vopnahlé á Gaza er ein stærsta mannúðaraðgerð allra tíma hafin. Í henni mun Rauði krossinn gegna formlegu lykilhlutverki. Svo umfangsmiklar aðgerðir krefjast gríðarlegs skipulags og hefur öll hreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans verið virkjuð. Rauði krossinn á Íslandi hefur nú sett af stað neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza. „Við hvetjum landsmenn…Lesa meira

true

Hafró ráðleggur loðnuveiðar

Hafrannsóknarstofnunin ráðleggur 43.766 tonna loðnuveiði á vertíð komandi vetrar. Þessi ákvörðun er byggð á mælingum rannsóknarskipanna Árna Friðrikssonar og Tarajoq í síðasta mánuði og gildandi aflareglu. Ráðgjöfin er í samræmi við upphafsráðgjöf sem byggði á mælingum á ungloðnu haustið 2024. Ráðgjöfin verður endurmetin þegar niðurstöður bergmálsmælinga á stærð veiðistofnsins liggja fyrir í byrjun næsta árs.…Lesa meira

true

Margfölduð arðgreiðslukrafa ríkisins vegna Rarik og Orkubús Vestfjarða

Fjármála- og efnahagsráðherra gerir kröfu um mun hærri arðgreiðslur í ríkissjóð frá Rarik og Orkubúi Vestfjarða. Þetta kemur fram í minnisblaði hans til ríkisstjórnarinnar vegna tekjuáætlunar ársins 2026. Í minnisblaðinu kemur fram að ráðuneytið hafi unnið að því að setja skýr viðmið um arðsemi, fjármagnsskipan og arðgreiðslur ríkisfyrirtækja í samræmi við eigendastefnu og leiðbeiningar OECD.…Lesa meira

true

Eftirlitsmyndavélum komið upp í Hvalfjarðarsveit

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur samþykkt samhljóða tillögu Lögreglustjórans á Vesturlandi um að sveitarfélagið festi kaup á og setji upp löggæslumyndavélar við Hvalfjarðargöng norðan megin og inn í Hvalfirði. Í erindi frá lögreglunni á Vesturlandi kemur fram að á undanförnum árum hafi sveitarfélög víðs vegar um landið fjárfest í eftirlitsmyndavélakerfum sem taka myndir af ökutækjum sem koma…Lesa meira

true

Dagar hússins við Kirkjutún 2 brátt taldir

Í byrjun nóvember er fyrirhugað að hefja niðurrif hússins við Kirkjutún 2 í Ólafsvík. Þetta sögufræga hús var byggt á síðari stríðs árunum, 1941-42, og hýsti vélsmiðjuna Sindra í áratugi. Byggt var við húsið um 1960 og er það nú 416 fm á tveimur hæðum. Snæfellsbær keypti húsið af N1 og var Átthagastofan þar lengi…Lesa meira

true

Mikill munur á tilboðum í sorphirðu

Á dögunum voru opnuð tilboð í sorphirðu í Dalabyggð. Þrjú tilboð bárust. Tilboð Íslenska gámafélagsins var að fjárhæð tæpar 50 milljónir króna, Terra hf. bauð rúmar 107 milljónir króna og Kubbur ehf. bauð tæpar 137 milljónir króna. Athygli vekur hversu mikill munur er á tilboðunum. Næst lægsta tilboðið er ríflega tvöfalt hærra en það lægsta.…Lesa meira

true

Sjötti ættliður í rakarastólnum hjá Hinna

Eins og sagt var frá í frétt Skessuhorns hélt Hinrik Haraldsson hárskeri á Akranesi upp á 60 ára starfsafmæli sitt á rakarastofunni við Vesturgötu 57 í síðustu viku. Hinni rakari hefur að mestu lagt skærin á hilluna en leysir þó Harald son sinn af einu sinni í viku. Hinni hefur haft hendur í hári fjölmargra…Lesa meira