Fréttir

true

Stýrivextir verða óbreyttir

Seðlabankinn hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 7,5%. Greint er frá ákvörðun þar að lútandi í yfirlýsingu frá stofnuninni í morgun. Þar segir: „Verðbólga var 4,1% í september og jókst um 0,3 prósentustig frá mánuðinum á undan. Aukningin var fyrirsjáanleg og endurspeglar að töluverðu leyti óhagstæð grunnáhrif. Greinilegur viðsnúningur hefur orðið í þróun efnahagsumsvifa…Lesa meira

true

Bækur ársins hjá MTH-útgáfu á Akranesi

Bókaforlagið MTH á Akranesi gefur út átta bækur á þessu ári; fjórar eru frumútgáfur á þýddum glæpasögum og fjórar bækur sem komu út undir merkjum Uppheima eru endurútgefnar sem hljóðbækur. Nýr höfundur hjá MTH-útgáfu er Katarina Wennstam. Bókin Dánar konur fyrirgefa ekki er fyrsta bókin í nýjum bókaflokki sem kallast „Aldamótamorðin“. Sögusviðið er Stokkhólmur á…Lesa meira

true

Barnó! – ný barnamenningarhátíð um allt Vesturland

Í ár fer barnamenningarhátíðin Barnó! fram í fyrsta sinn um allt Vesturland, en hingað til hefur hátíðin verið haldin til skiptis í þremur sveitarfélögum innan landshlutans. Breytingin markar ákveðin tímamót og endurspeglar vaxandi áhuga á listum og menningarstarfi fyrir börn á Vesturlandi. Heiti hátíðarinnar, Barnó! – Best Mest Vest!, varð til eftir samkeppni meðal vestlenskra…Lesa meira

true

Varað við veðri eftir hádegi á morgun

Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir spásvæðið Faxaflóa á morgun, miðvikudaginn 8. október, frá klukkan 13 til 21. Það verður vestan 13-20 m/s, hvassast syðst með staðbundnar vindhviður að 30 m/s. „Varasöm akstursskilyrði fyrir ökutæki, sem viðkvæm eru fyrir vindi. Spáð er hárri ölduhæð og talsverðum áhlaðanda, en þar sem einnig er stórstreymt getur…Lesa meira

true

Vitar á Miðleiðarskeri og Skarfakletti endurnýjaðir

Á dögunum voru reistir nýir vitar á Miðleiðarskerfi og Skarfakletti á Breiðafirði. Eldri vitar á þessum stöðum, sem reistir voru árin 1955 og 1958 voru byggðir úr timbri og stáli og voru farnir að láta nokkuð á sjá. Upphaflega var gasljós í vitunum en árið 1985 voru þeir rafvæddir. Á síðasta ári gaf ljósið í…Lesa meira

true

Talsvert missig í Skógarlundi á Akranesi

Talsvert missig hefur átt sér stað í hinni nýju íbúðagötu Skógarlundi á Akranesi sem lögð var fyrir nokkru síðan. Um er að ræða nokkuð langan kafla götunnar og er nú svo komið að viðgerðarmerki hafa verið máluð á götuna og svo mikið hefur sigið verið að frárennslisbrunnar í götunni standa upp úr slitlagi götunnar. Lárus…Lesa meira

true

Búið að stofna Fluguhnýtingarfélag Vesturlands

Stofnfundur Fluguhnýtingarfélags Vesturlands var haldinn á laugardaginn á Akranesi. Eftir stofnfund og kosningar var sest niður og hnýttar flugur og notið samveru. „Það eru ýmiskonar verkefni og viðburðir í pípunum og líka í samvinnu við önnur félög. Við í nýkjörinni stjórn félagsins munum vinna að því að það verði nóg af allskonar skemmtilegu í boði…Lesa meira

true

Iðnaðarsýning framundan í Laugardalshöllinni

Dagana 9. til 11. október verður Iðnaðarsýning 2025 haldin í Laugardalshöll í Reykjavík. „Iðnaður á Íslandi er afar fjölþættur og skapar um 41% útflutningstekna þjóðarinnar. Iðnaðarsýning 2025 endurspeglar þessa breidd og verður hún með stærri sýningum hér á landi en á annað hundrað fyrirtæki kynna vörur og þjónustu,“ segir í tilkynningu. Ritsýn sf. heldur utan…Lesa meira

true

Góð frammistaða sundfólks SA á Nettómóti Ægis

Nettómót Ægis fór fram um síðustu helgi. 24 sundmenn á aldrinum 8–14 ára frá Sundfélagi Akraness tóku þátt í mótinu, sem var fyrsta keppni haustsins fyrir yngri iðkendur eftir sumarfríið. Fjölmargir tóku þátt í sínu fyrsta sundmóti og stóðu sig með prýði. Einnig voru margar góðar bætingar hjá öllum og frábær stemning í hópnum allan…Lesa meira

true

Mælt fyrir frumvarpi um kílómetragjald

Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra hefur mælt á Alþingi fyrir frumvarpi til laga um kílómetragjald á ökutæki. Með frumvarpinu er lagt til að greitt verði kílómetragjald í stað olíu- og bensíngjalda. Kílómetragjald var tekið upp fyrir rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla árið 2024 og miðar frumvarpið við að það verði tekið upp fyrir öll ökutæki…Lesa meira