
Stúlkur frá ÍA á verðlanapalli.
Góð frammistaða sundfólks SA á Nettómóti Ægis
Nettómót Ægis fór fram um síðustu helgi. 24 sundmenn á aldrinum 8–14 ára frá Sundfélagi Akraness tóku þátt í mótinu, sem var fyrsta keppni haustsins fyrir yngri iðkendur eftir sumarfríið. Fjölmargir tóku þátt í sínu fyrsta sundmóti og stóðu sig með prýði. Einnig voru margar góðar bætingar hjá öllum og frábær stemning í hópnum allan tímann.