
Mælt fyrir frumvarpi um kílómetragjald
Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra hefur mælt á Alþingi fyrir frumvarpi til laga um kílómetragjald á ökutæki. Með frumvarpinu er lagt til að greitt verði kílómetragjald í stað olíu- og bensíngjalda. Kílómetragjald var tekið upp fyrir rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla árið 2024 og miðar frumvarpið við að það verði tekið upp fyrir öll ökutæki árið 2026.