Veröld

Veröld – Safn

true

„Ég á bara eitt líf“ gefur út myndbönd

Minningarsjóður Einars Darra, sem stendur á bak við þjóðarátakið „Ég á bara eitt líf“, hefur gefið út myndbönd til að vekja athygli á vandanum sem steðjar af misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum. Minningarsjóðurinn var stofnaður í kringum andlát Einars Darra, átján ára drengs, sem lést af lyfjaeitrun á heimili sínu í Hvalfjarðarsveit í maí síðastliðnum.   Fjölskylda…Lesa meira

true

Bill Cosby dæmdur til fangelsisvistar

Bill Cosby fékk þriggja til tíu ára fangelsisdóm en hann var sakfelldur á árinu fyrir kynferðisbrot. Þyngsta refsing fyrir brot eins og Bill Cosby var sakfelldur fyrir er tíu ára fangelsisvist. Dómarinn sagði að hann skyldi minnst sitja inni í þrjú ár, en mest í tíu ár. Cosby var dæmdur fyrir að hafa byrlað Andreu…Lesa meira

true

Kim og Kanye flytja til Chicago

Hjónakornin Kim Kardashian og Kanye West ætla að flytja til Chicago, en þau hafa í nokkur ár búið í Kaliforníu-fylki í Bandaríkjunum. Kanye tilkynnti um flutningana á tónleikum í Chicago í gærkvöldi. Þau hafa nú þegar keypt sér húsnæði í Chicago. Kanye er sjálfur fæddur og uppalinn í Chicago. Hann sagðist aldrei ætla að yfirgefa borgina…Lesa meira

true

Game of Thrones sigursæl á Emmy-verðlaunahátíðinni

Sjónvarpsþáttaröðin „Game of Thrones“ var sigursæl á Emmy-verðlaunahátíðinni síðastliðna nótt í Bandaríkjunum. Þættirnir hlutu verðlaun sem besta drama-þáttaröð síðasta árs. Í síðustu þáttaröð fékk Vesturland að njóta sín, sérstaklega Kirkjufell í Grundafirði. Áttundu, og jafnframt síðustu, þáttaraðar af „Game of Thrones“ er að vænta árið 2019. Athygli vakti á verðlaunaafhendingunni að í streymisveitan Netflix hefur…Lesa meira

true

Love Island sýndir á itv2

Love Island eru þættir sem eru í gangi á sjónvarpsstöðinni itv2 í Bretlandi og njóta gríðarlegra vinsælda. Í þáttunum biður fólk um að fara eða er beðið af sjónvarpsstöðinni að mæta. Valdar eru sex stelpur og sex strákar og þurfa þau að framkvæma allskyns þrautir sem gera stelpurnar og strákana annað hvort nánari – eða…Lesa meira

true

HM stemning á Teigaseli

Heimsmeistaramót karla í knattspyrnu hófst í Rússlandi í gær. Mótsins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu, enda leikur Ísland þar í fyrsta skipti á morgun, laugardaginn 16. júní. Má segja að sannkallað HM æði hafi gripið um sig hjá landi og þjóð. Fánalitirnir sjást víða, vinnustaðir hafa verið skreyttir og fólk gerir sér dagamun af…Lesa meira

true

Kajak sendir frá sér HM lag

Skagapiltarnir í hljómsveitinni Kajak hafa sent frá sér nýtt íslenskt stuðningslag fyrir HM í knattspyrnu. „Fyrir rúmri viku síðan vorum við að vinna í litlum lagstúf sem fór síðan alltaf meir og meir að hljóma eins og fótboltasöngur þannig við slóum til og ákváðum að semja HM lag til stuðnings íslenska landsliðinu,“ segja piltarnir í…Lesa meira

true

Vortónleikar Skólakórs Grundaskóla

Skólakór Grundaskóla hélt glæsilega vortónleika á sal skólans. Að sögn Valgerðar Jónsdóttur kórstjóra komu þar fram 57 nemendur sem fluttu blöndu af alls konar skemmtilegum lögum, undir stjórn Valgerðar. Um píanóleik sá Flosi Einarsson. Gestasöngkona á tónleikunum var engin önnur en Rakel Pálsdóttir, sem söng m.a. með kórnum lagið Óskin mín úr söngvakeppninni, ásamt fleiri…Lesa meira

true

Israel sigraði í Eurovisjon

Ísrael bar sigur úr býtum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fór í gær í Portúgal. Það var söngkonan Netta Bartzialai sem flutti lagið TOY. Framlag Kýpur varð í öðru sæti og Austurríki hafnaði í þriðja sæti. Íslenskir áhorfendur voru hins vegar á allt öðru máli; gáfu Danmörku 12 stig, Tékklandi tíu og Þjóðverjum átta…Lesa meira

true

Kórar sækja í Akranesvita

Vorferðir kóranna standa nú sem hæst og greinilegt að margir kórar renna hýru auga til Akranesvita, sem er þekktur fyrir góðan hljómburð. Fjórir kórar hafa sungið þar frá því skömmu fyrir mánaðamótin síðustu, sem er óvenju mikið að sögn Hilmar Sigvaldasonar vitavarðar. „Það er afar sjaldgæft að fá svo marga kóra í heimsókn á svo…Lesa meira