Veröld

Veröld – Safn

true

Uppgötvaði að þetta væri eitthvað sem hún gæti gert

Skagamærin Lára Magnúsdóttir, eða Lolly Magg eins og hún er stundum kölluð, fer ótroðnar slóðir og reynir fyrir sér sem uppistandari. Lolly fer einu sinni til tvisvar í viku til Reykjavíkur og er með uppistand á ensku fyrir ferðamenn og Íslendinga. „Ég skráði mig í uppistand fyrir algjöra slysni. Vinur minn sem var með mér…Lesa meira

true

Þjóðminjasafnið kannar Evrovisionhefðir

Þjóðminjasafn Íslands er að senda út nýja spurningaskrá á Sarpi, sem fjallar um Evrovision hefðir, sem mörgum þykir skemmtilegt efni. Hvetur safnið almenning til að taka þátt í könnuninni. „Tilgangurinn með þessari spurningaskrá er að safna upplýsingum um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Óhætt er að segja að í tengslum við keppnina hafi orðið til siðir…Lesa meira

true

Congo Bongo gefur út sína fyrstu smáskífu

Tónlistarfrændurnir Hreinn Elías og Sigurmon Hartmann hafa skipað ýmsar sveitir í gegnum tíðina og heyra nú undir nafninu Congo Bongo. „Þetta er nafn sem gefur til kynna sólríka og bjarta daga framundan í útgáfu tónlistar okkar frænda,“ útskýra þeir. Áður framleiddu frændteymið tónlist undir nafninu Kajak en með þessari nafnabreytingu eru þeir að setja tónlistina…Lesa meira

true

Vita-tónlist Hlyns Ben og ákall til þjóðarinnar

Tónlistarmaðurinn Hlynur Ben hefur sett af stað hópfjármögnun fyrir útgáfu á nýrri sólóplötu. Hún mun kallast II ÚLFAR og verður þetta sú þriðja sem Hlynur sendir frá sér í eigin nafni. Hann hefur marga fjöruna sopið í tónlistinni og meðal annars spilað með hljómsveitum eins og Gleðisveit Ingólfs, Rufuz, Mono og Búálfunum. En þekktastur er…Lesa meira

true

Reynir Hauksson fer með flamengóinn um Vesturland

„Ég var að pakka saman dótinu mínu og er á leið út að spila undir í danstíma. Sólin er hátt á lofti og hitinn er nálægt 20 gráðum, þetta er svona stuttermabolaveður,“ segir Reynir Hauksson gítarleikari í samtali við Skessuhorn, því hann veit að heima á Íslandi eru landar hans ætíð jafn áhugasamir um veðrið.…Lesa meira

true

Sýna fram á að hægt sé að vaxa í starfi ef vilji er til

„Við gerðum nú ekki ráð fyrir þessu svo þetta kom okkur mjög á óvart,“ segja þær Áslaug Þorvaldsdóttir og Justyna Jasinska sem voru á dögunum heiðraðar í vinnunni fyrir að eiga um þessar mundir tíu ára starfsafmæli á Landnámssetrinu í Borgarnesi. Þær eru báðar mjög góð dæmi þess að hægt sé að vaxa í starfi…Lesa meira

true

Nocturnal Blood er svar við væmni í vampírubókmenntum

Villimey hefur frá unga aldri verið heilluð af vampírum og þeim sagnaheimi sem umlykur þær. Hún þakkar eldri bróður sínum, Hafsteini Mar Sigurbjörnssyni áhugann, en hann var duglegur við að kynna hana fyrir allskyns vampírum eins og Drakúla greifa sem varð hvað frægastur í skáldsögu Bram Stoker og fjöldi annarra skáldsagna byggir á. Í skáldsögu…Lesa meira

true

Loðnuveiðar tók fljótt af

Fimmtíu grömmum af loðnu var landað á Akranesi á dögunum. Samanstóð aflinn af 35 gramma hæng og 15 gramma hrygnu sem reyndar var búin að hrygna. Hjónin eru jafnframt fyrsta og eina loðnan sem borist hefur að landi á þessari vertíð. Að öðru leyti varð ekkert af loðnuvertíð þetta árið. Loðnan veiddist á króka á…Lesa meira

true

Ein sekúnda frá hverjum degi ársins – MYNDBAND

Skagamaðurinn Kristinn Gauti Gunnarsson útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Íslands núna í desembermánuði síðastliðnum. Hann birti nýverið á YouTube myndband sem hann gerði um árið 2018 í lífi sínu. Þar gefur að líta eina sekúndu í mynd frá hverjum einasta degi ársins. „Árið 2018 var líklega besta og viðburðaríkasta ár lífs míns. Það byrjaði með bestu vinum…Lesa meira

true

Súkkulaði á götum þýsks smábæjar

Ómissandi hlut af jólunum er í huga margra súkkulaði og því er mikilvægt að framboð á súkkulaði sér nægt. Verksmiðjustjóri DreiMeister súkkulaðiverksmiðjunnar í Westoennen, Markus Luckey, í vesturhluta Þýskalands prísar sig sælan að leki úr verksmiðjunni hafi ekki gerst nær jólunum en hann gerði. Í frétt frá svæðisblaðinu Soester Anzeiger segir að geymslutankur í verksmiðjunni…Lesa meira