
Veröld
Veröld – Safn


Nú líður að hátíð ljóss og friðar. Jólablað okkar er líkt og oftast áður lokapunktur ársins í prentútgáfu okkar hér á Skessuhorni. Reynum við að leggja vel í það efnislega þannig að lesendur geti gripið í lestur jafnvel fram á nýja árið. Við stöndum þó áfram vaktina og færum tíðindi líðandi stundar á vefinn. Á…Lesa meira


Á dögunum var Vesturgata 57 á Akranesi auglýst til sölu. Nú ganga hús á Akranesi kaupum og sölum á hverjum degi án þess að það rati í fjölmiðla. En Vesturgata 57 er ekkert venjulegt hús ekki síst vegna stærðarinnar og miklu heldur vegna þess að þar hefur verið rekin rakarastofa samfellt frá árinu 1937 eða…Lesa meira


Liðin vika hefur verið býsna strembin fyrir ríkisstjórnina, alla vega hluta hennar. Flokknum sem kennir sig við fólk hefur verið einkar lagið við að fá almenning upp á móti sér. Nú er her manns í störfum sem aðstoðarmenn ráðherra, gjarnan fyrrum fjölmiðlafólk. Á stundum hefur mér reyndar fundist að þessi ágætu ráðamenn hefðu jafnvel enn…Lesa meira

Flestir sem komast á áttræðisaldur hætta störfum á almennum vinnumarkaði og jafnvel fyrr ef þeir hafa tök á því. En það er ekki í tilfelli allra. Valdimar Þorvaldsson á Akranesi stofnaði á 71 árs afmælisdegi sínum fyrir rúmri viku síðan fyrirtækið Valdimar Þorvaldsson ehf. Hann hyggst bjóða upp á daglega vöruflutninga frá Reykjavík til Akraness…Lesa meira


Fjörutíu ára baráttu Sýnar, áður Stöðvar 2, við að halda úti daglegri fréttaþjónustu í sjónvarpi er við það að renna sitt skeið. Á föstudaginn birti fyrirtækið tilkynningu þess efnis að hætt yrði að senda út fréttir í sjónvarpi um helgar og á almennum frídögum. Þannig verður stöðin ekki lengur samkeppnishæf við Ríkisútvarpið hvernig sem á…Lesa meira

Nýverið héldu nemendur og skólasamfélag Grundaskóla á Akranesi árlegan góðgerðadag þar sem haldinn var markaður til stuðnings hjálparstarfs RKÍ í Malaví. Dagurinn er undir heitinu „Breytum krónum í gull.“ Búið er að leggja inn á RKÍ afrakstur góðgerðardagsins en alls söfnuðust 1.029.939 krónur. Frá upphafi hefur skólinn styrkt hjálparstarf RKÍ í Malaví um rétt tæpar…Lesa meira