
Úthlutað verður úr Minningarsjóði Heimis Klemenzsonar í fyrsta skipti nú fyrir áramót. Af því tilefni óskar stjórn sjóðsins eftir tilnefningum um ungt og efnilegt tónlistarfólk úr Borgarfirði. Gert er ráð fyrir að tónlistarmennirnir séu komnir í framhaldsnám eða sambærilegt nám/tónsköpun. Tilnefningar ásamt sem gleggstum upplýsingum um viðkomandi tónlistarmann sendist á netfangið jomundur@gmail.com fyrir 10. nóvember.…Lesa meira








