Stella Dögg Blöndal hefur stundað ræktun síðan hún var 14 ára.

Gefandi að sá fræi og sjá plöntuna vaxa úr grasi

Stella Dögg Blöndal ólst upp á Jaðri í Bæjarsveit þar sem áhugi hennar á ræktun kviknaði, en á Jaðri er mikill jarðhiti og þótti henni kjörið að nýta hann til ylræktunar. „Það eru mikil forréttindi að fá að alast upp í sveitinni. Maður lærir að bjarga sér og vera úrræðagóður,“ segir hún. Stella lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskólanum árið 2017 og fór þá í Háskólann í Reykjavík þaðan sem hún útskrifaðist með BSc gráðu í rekstrarverkfræði síðastliðið vor. Í dag er hún búsett í Kaupmannahöfn þar sem hún er í mastersnámi í rekstrarverkfræði og stjórnun með áherslu á nýsköpun við Danmarks Tekniske Universitet (DTU). Með námi hefur Stella rekið gróðurhús á Jaðri þar sem hún ræktar grænmeti, ávexti, kryddjurtir og fleira.

Rætt er við Stellu Dögg í Skessuhorni vikunnar.

Sjá einnig myndbandsbrot frá Háskólanum í Reykjavík, þar sem Stella Dögg kemur við sögu.