
Í dag, mánudaginn 15. júní, taka frekari tilslakanir á samkomubanni vegna Covid-19 gildi. Meginbreytingin felst í því að fjöldamörk á samkomum hækka úr 200 í 500 manns. Núgildandi takmarkanir á gestafjölda sundlauga og líkamsræktarstöðva, sem miðast við 75% af leyfilegum hámarksfjölda, falla jafnframt niður. Aðrar breytingar verða ekki.Lesa meira