Mannlíf

true

Rýmri fjöldatakmarkanir frá deginum í dag

Í dag, mánudaginn 15. júní, taka frekari tilslakanir á samkomubanni vegna Covid-19 gildi. Meginbreytingin felst í því að fjöldamörk á samkomum hækka úr 200 í 500 manns. Núgildandi takmarkanir á gestafjölda sundlauga og líkamsræktarstöðva, sem miðast við 75% af leyfilegum hámarksfjölda, falla jafnframt niður. Aðrar breytingar verða ekki.Lesa meira

true

Settist að í Ólafsvík og líkar vel að búa á Íslandi

Andrzej Kowalcyk er einn þeirra fjölmörgu Pólverja sem setja svip sinn á Snæfellsbæ. Hann er frá bænum Dudki sem er norðuraustarlega í heimalandi hans. Aðspurður um hvernig hafi staðið á því að hann ákvað að koma til Íslands segir hann að einn af hans vinum hafi verið að vinna á Íslandi og að það hafi…Lesa meira

true

„Mikilvægt að bera virðingu fyrir sjónum“

Eskey ÓF er 27 brúttótonna króaaaflamarksbátur sem gerður er út frá Akranesi á vorvertíðinni og eitthvað fram á sumarið. EskeyÓF er í eigu Bjarna Bragasonar útgerðarmanns frá Hornafirði en Þráinn Þór Þórarinsson er skipstjóri á bátnum árið um kring. „Pabbi var sjómaður alla sína tíð og ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að ég…Lesa meira

true

„Ég var rúmlega óþolandi þar til ég fékk að fara á sjó“

Stefán Viðar Ólason fæddist á Ísafirði 1992 og bjó í Bolungarvík. Hann fluttist átta ára gamall til Grundarfjarðar þegar útgerð Guðmundar Runólfssonar hf. keypti bátinn Heiðrúnu ÍS, en faðir Stefáns, Óli Fjalar Ólason, var skipstjóri á þeim báti sem síðar fékk nafnið Ingimundur SH. Stefán ólst upp í mikilli nálægð við sjóinn og sjómannslífið, en…Lesa meira

true

„Ég er svona trillukarl“

– segir Maggi Emma í Ólafsvík   „Ég byrjaði ellefu ára á sjónum. Pabbi og vinur hans keyptu trillu, en pabbi var svo sjóveikur að hann gat eiginlega ekkert unnið. Þannig að ég sagði við hann; „pabbi minn, ég skal bara fara út á sjó fyrir þig.“ Sem ég gerði, sendi bara kallinn í land…Lesa meira

true

Sláttur hafinn á Ytra-Hólmi

Brynjólfur Ottesen, bóndi á Ytra-Hólmi í Hvalfjarðarsveit, var líklega með fyrstu bændum til að hefja slátt á Vesturlandi þetta sumarið. Hann festi sláttuvélina aftan í traktorinn í gær og hóf að fella gras á jörðinni. Hann ætlar þó ekki að halda slætti áfram í bili, kvaðst bara hafa verið að hreinsa aðeins í kringum bæinn,…Lesa meira

true

„Framtíð smábátaútgerðar byggir á þremur megin stoðum“

Johannes Simonsen er hálfsextugur Færeyingur sem í áratugi hefur verið búsettur á Akranesi. Hann er fæddur í Þórshöfn í Færeyjum 1965 og ólst þar upp. Johannes segir að uppeldið hafi einkennst af frjálsræði og sterkri tengingu við náttúru eyjanna, ekki ósvipað og hjá strákum á hans aldri sem á sama tíma voru að alast upp…Lesa meira

true

Hafnarstjórinn sem hefði getað orðið prestur

„Ég var alltaf ákveðinn í því að fara í Stýrimannaskólann, allt frá bernsku, og fermingarárið byrjaði ég á sjónum. Ég var reyndar mun yngri þegar ég fór fyrst á sjó með afa mínum þar sem hann var á rauðmaganetum, bara átta, níu ára og bundinn við mastrið. En sem atvinnu hafði ég sjómennskuna frá 14.…Lesa meira

true

„Ekki unnið launaða vinnu í landi síðan 1961“

– segir Jónas Sigurðsson, skipstjóri í Stykkishólmi Jónas Sigurðsson, fyrrverandi skipstjóri, er fæddur á því herrans ári 1944, á Kóngsbakka í Helgafellssveit en fluttist tveggja ára gamall í Stykkishólm. Hann var lengi til sjós og fer enn túr og túr í afleysingum þegar kallið kemur. Skessuhorn hitti Jónas að máli á heimili hans í Hólminum…Lesa meira

true

Helgi Björns og Vilborg opnuðu Norðurá í morgun

Veiði hófst í Norðurá í morgun og að þessu sinni voru það hjónin Helgi Björnsson og Vilborg Halldórsdóttir sem opnuðu ána að þessu sinni. „Það eru allavega komnir átta laxar á land í morgun og Helgi Björnsson var að landa rétt áðan, hann hafði misst tvo áður,“ segir Einar Sigfússon í veiðihúsinu við Norður á…Lesa meira