Mannlíf

true

Hátíðarhöld á Vesturlandi á sjómannadaginn

Venju samkvæmt er sjómannadagurinn fyrsta sunnudag júnímánaðar, sem að þessu sinni ber upp á 7. júní. Víðast hvar í sjávarbyggðum hefur verið hefð að halda upp á daginn með pompi og prakt. Fyrir sakir þeirra fordæmalausu tíma sem við lifum nú er hins vegar fyrirséð að hátíðarhöld í tilefni sjómannadags verði með öðrum hætti en…Lesa meira

true

Þrátt fyrir óhapp á sjó leitaði hugurinn sífellt þangað

Ágúst Jónsson á bátinn Jón Beck SH-289 og gerir út á strandveiðum frá Grundarfirði. Gústi Jóns, eins og hann er iðulega kallaður, er rafvirki að mennt og er það hans aðalstarf. Hann byrjaði ungur á sjó, var aðeins 18 ára þegar hann hóf sjómannsferilinn. „Ég fór fyrst á sjóinn árið 1978 er ég réði mig…Lesa meira

true

„Að vera á sjó var eins og hver önnur vinna“

Borgnesingurinn Þorbergur Lind Egilsson, eða Beggi eins og hann er oftast kallaður, varði stærsta hluta af sinni starfsævi á ferðinni, bæði á þjóðvegum landsins og á miðunum. Hann hóf ungur störf á Akraborginni sem sigldi milli Borgarness og Reykjavíkur og svo seinna milli Akraness og Reykjavíkur. Lengst af starfaði hann þó hjá Hafskipum og sigldi…Lesa meira

true

Lions styrkti Ólafsvíkurkirkju til lyftukaupa

Lionsklúbbur Ólafsvíkur afhenti nýlega sóknarnefnd Ólafsvíkurkirkju þrjú hundruð þúsund króna styrk í söfnun fyrir lyftu til að bæta aðgengi inn í kirkjuna. Tröppurnar inn í kirkjuna eru háar og erfiður farartálmi fyrir marga sem treysta sér þess vegna ekki til að fara í kirkju. Safnast hafa tæplega fjórtán hundruð þúsund krónur, en kostnaður vegna lyftunnar…Lesa meira

true

„Sjómennskan á við mig, það er bara svoleiðis“

„Ég fylgdist alltaf með bátunum fyrir framan Malarrif þegar ég var lítill strákur, vertíðarbátum á veturna og snurvoðarbátum á sumrin. Mér fannst þetta eitthvað heillandi, að sjá bátana í bongóblíðu, alveg uppi í fjöru að mokveiða fisk. Þetta var spennandi og líf í kringum þetta allt saman,“ segir hann. „Þegar maður byrjaði síðan sjálfur á…Lesa meira

true

Byggð rís á Langasandi – MYNDIR

Framkvæmdir stóðu sem hæst þegar Skessuhorn kom að Langasandi nú í morgun. Jarðvinnu var lokið og mjög víða langt komið að steypa útveggi þeirra fjölmörgu sandkastala sem reistir voru á sandinum þennan morguninn. Verktakar voru nemendur í 1.-6. bekk Brekkubæjarskóla, en vordagur er í skólanum í dag. Var hann nýttur á Langasandi, þar sem blásið…Lesa meira

true

Skimað fyrir Covid-19 á Akranesi – MYNDASYRPA

Í morgun hófst skimun fyrir Covid-19 á Akranesi. Verður skimað í dag og á morgun, fimmtudag. Það eru Heilbrigðisstofnun Vesturlands og Íslensk erfðagreining sem standa að skimuninni. Skessuhorn fékk að líta við á sjúkrabílastoðina við Þjóðbraut, þar sem starfsfólk HVE stendur vaktina við sýnatöku. Að sögn heilbrigðisstarfsmanna líkar þeim vel sú tilbreyting sem felst í…Lesa meira

true

Heldur myndlistarsýningu á netinu á föstudaginn

Smári Jónsson, eða Smári kokkur eins og hann er oft kallaður, heldur myndlistasýningu á netinu á föstudaginn, 3. apríl næstkomandi. Smári kemur frá Akranesi en hefur undanfarin ár búið í Altea á Spáni ásamt Guðbjörgu Níelsdóttur Hansen, eiginkonu sinni. „Altea er mikill listamannabær á Costa Blanca ströndinni og er það ein af ástæðunum fyrir því…Lesa meira

true

Kennt frá „sólarströnd“

Tæknina hafa kennarar við Menntaskóla Borgarfjarðar tekið í sína þjónustu eftir að framhalsskólum landsins var lokað samhliða samkomubanni. Reynt er eftir fremsta megni að raska námi sem minnst og því kennt í fjarkennslu. Kennararnir hafa jafnframt nýtt tækifærið til að bregða á leik, til að reyna að létta nemendum og sjálfum sér lundina á þessum…Lesa meira

true

Samkomubanni lýst yfir – Framhaldsskóla- og háskólanemar sendir heim

Samkomubanni hefur verið lýst yfir frá miðnætti á sunnudag, 15. mars næstkomandi, vegna COVID-19 faraldursins. Samkomubannið gildir í fjórar vikur frá þeim degi og takmarkast við hundrað manns. Viðburðir og samkomur þar sem fleiri en 100 koma saman verða óheimilir. Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á blaðamanna fundi núna kl. 11:00 í…Lesa meira