Mannlíf

true

Framsókn og frjálsir kynna stefnuskrá sína

„Stefnuskrá Framsóknar og frjálsra á Akranesi verður kynnt laugardaginn 12. maí í kosningamiðstöðinni að Kirkjubraut 54 – 56, frá klukkan 11 – 12:30,“ segir í tilkynningu. Aðstandendur listans hvetja bæjarbúa til að mæta, hlusta á það sem framboðið hefur fram að færa og spyrja spurninga. Á fundinum verður boðið upp á léttan hádegisverð og rjúkandi…Lesa meira

true

Óskað eftir tillögum um bæjarlistamann

Menningar- og safnanefnd Akraneskaupstaðar hefur óskað eftir tillögum almennings til útnefningar bæjarlistamanns Akraness fyrir árið 2018. Bæjarlistamaður Akraness hefur verið útnefndur árlega frá árinu 1992 þegar Hrein Elíasson myndlistarmaður varð þess heiðurs aðnjótandi. Leirlistakonan Kolbrún S. Kjarval var útnefnd bæjarlistamaður Akraness á síðasta ári. Tillögum skal skilað inn rafrænt í gegnum heimasíðu Akraneskaupstaðar fyrir 11.…Lesa meira

true

Inga María komin í úrslit í alþjóðlegri lagahöfundakeppni

Tónlistarkonan Inga María Hjartardóttir frá Akranesi er komin í úrslit í alþjóðlegri lagahöfundakeppni, International Songwriting Competition. Árlega senda þúsundir lagahöfunda lög í keppnina í von um að verða valdir lagahöfundar ársins. Í þetta skiptið var slegið aðsóknarmet, þar sem 16 þúsund manns sendu lög í keppnina. Aðeins tvö prósent þeirra sem sendu lög í keppnina…Lesa meira

true

Reiðhallarnefnd komið á fót

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á síðasta fundi sínum að leggja til við Akraneskaupstað og Hestamannafélagið Dreyra að skipuð yrði nefnd um byggingu reiðskemmu hestamannafélagsins. Hlutverk nefndarinnar verður að skoða uppbyggingu, eignarhald og rekstrarfyrirkomulagi reiðskemmu sem Dreyrafélagar vilja byggja á félagssvæði sínu á Æðarodda. Nefndin verður skipuð einum fulltrúa frá hvoru sveitarfélagi og tveimur fulltrúum hestamannafélagsins. Bæjarráð…Lesa meira

true

Ísmót Borgfirðings á morgun

Félagsmenn í Borgfirðingi, hinu nýja borgfirska hestamannafélagi, ætla að gera sér glaðan dag og hittast á Vatnshamravatni á morgun, laugardag og reyna með sér á Ísmóti. Keppt verður í þremur flokkum, karlar 18 ára og eldri, konur 18 ára og eldri og svo börn og unglingar 17 ára og yngri. Keppt verður með firmakeppnissniði, allir…Lesa meira

true

Röskva sigraði Stúdentaráðskosningarnar

Kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands fóru fram í gær og í fyrradag. Kosningarnar fóru fram í gegnum Uglu, innri vef skólans. Úrslit kosninganna urðu þau að Röskva fékk 18 sæti af 27 í Stúdentaráði en Vaka fékk níu fulltrúa kjörna. Eru þetta sömu úrslit og í kosningunum á síðasta ári. Þrír Vestlendingar eru meðal þeirra…Lesa meira

true

Áform um vindorkugarð kynnt á íbúafundi í Dölum

Húsfyllir var á íbúafundi í Dalabúð í Búðardal í gærkvöldi og fullyrt var að aldrei hafi jafn vel verið mætt á íbúafund þar í sveit. Dagskráin hófst á kynningu á fjárhagsáætlun til næstu ára. Því næst var kynnt ljósleiðaraverkefni sveitarfélagsins og síðan fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi.Undir þeim lið var kynning á fyrirhuguðum vindorkugarði í landi…Lesa meira

true

Húsfyllir á íbúafundi í Dölum

Húsfyllir var á íbúafundi í Dalabúð í Búðardal í gærkvöldi. Fullyrt var að aldrei hefði verið eins vel mætt á íbúafund í Dölum. Dagskráin hófst á kynningu á fjárhagsáætlun til næstu ára og því nýst var kynnt ljósleiðaraverkefni sveitarfélagsins og síðan fyrirhugaðar breytingar á Aðalskipulagi. Undir þeim lið var kynning á fyrirhuguðum vindorkugarði í landi…Lesa meira

true

Ný íslensk kvikmynd tekin upp í Dölum

Á næstunni verður teymi kvikmyndagerðarmanna við upptökur að nýrri íslenskri kvikmynd í Dalabyggð. Helsti tökustaður myndarinnar verður bærinn Erpsstaðir. Um er að ræða nýja mynd leikstjórans Gríms Hákonarsonar, sem er líklega þekktastur fyrir myndina Hrúta frá árinu 2015. „Kvikmyndin ber titilinn Héraðið og er eins konar kvensöguhetja,“ segir Sara Nassim, framleiðslustjóri myndarinnar, í samtali við…Lesa meira

true

Framkvæmdir við frístundamiðstöð á Akranesi formlega hafnar

Fyrsta skóflustungan var tekin að nýrri frístundamiðstöð við Garðavöll á Akranesi í dag að viðstöddu fjölmenni. Eru það Golfklúbburinn Leynir og Akraneskaupstaður sem standa að framkvæmdinni. Mun ný frístundamiðstöð hýsa félagsstarf Leynis og aðra frístundastarfsemi á vegum ÍA og Akraneskaupstaðar. Guðmundur Sigvaldason, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Leynis, var að vonum ánægður með skóflustunguna, sem markar formlegt upphaf…Lesa meira