
Akurnesingar þurftu að játa sig sigraða fyrir Dalvíkurbyggð þegar lið sveitarfélaganna mættust í Útsvari, spurningakeppni sveitarfélaganna á RÚV, síðastliðið föstudagskvöld. Lið Akraness hefur því lokið þátttöku í keppninni að þessu sinni. Eftir jafna viðureign framan af tók lið Dalvíkurbyggðar að síga fram úr í valflokkaspurningunum um miðjan þátt. Í stóru spurningunum í lok þáttar var…Lesa meira