Mannlíf

true

Akranes úr leik í Útsvari

Akurnesingar þurftu að játa sig sigraða fyrir Dalvíkurbyggð þegar lið sveitarfélaganna mættust í Útsvari, spurningakeppni sveitarfélaganna á RÚV, síðastliðið föstudagskvöld. Lið Akraness hefur því lokið þátttöku í keppninni að þessu sinni. Eftir jafna viðureign framan af tók lið Dalvíkurbyggðar að síga fram úr í valflokkaspurningunum um miðjan þátt. Í stóru spurningunum í lok þáttar var…Lesa meira

true

Gleðileg jól!

Starfsfólk Skessuhorns óskar Vestlendingum öllum, nær og fjær, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökkum fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða. Gleðileg jól!Lesa meira

true

Jólamyndagáta og jólakrossgáta Skessuhorns

Að venju er í Jólablaði Skessuhorns að finna bæði myndagátu og hátíðarútgáfu og krossgátu Skessurhons. Lesendur geta spreytt sig við að leysa þessar þrautir yfir hátíðirnar. Úrlausnir sendist Skessuhorni, merkt „Myndagáta“ eða „Krossgáta“, eftir því hvor þrautin hefur verið leyst, á heimilisfangið: Skessuhorn, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi. Athugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi föstudaginn…Lesa meira

true

Fréttaannáll ársins 2017

Ágæti lesandi, blaðamanni langar að draga upp myndir fyrir þig. Drátthagur er hann ekki en getur þó dregið til stafs, með aðstoð lyklaborðs og því teiknað með orðum: Blaðamaður setur blek í penna og fyllir blaðfákinn af eldsneyti áður en hann ekur áleiðis út á Snæfellsnes og hittir þar fólk sem er að stofna fyrirtæki,…Lesa meira

true

Sagnaritari samtímans

Mjög víða stunda áhugaljósmyndarar ómetanlega samtímaskráningu fyrir sín byggðarlög, atvinnusöguna, menningarsöguna og fleira. Samtímaskráning af þessu tagi er oft vanmetin. Hér á Vesturlandi eru fjölmargir sem stunda áhugaljósmyndun af kappi. Í jólablöðum Skessuhorns á liðnum tveimur áratugum hafa áhugaljósmyndarar á Vesturlandi verið kynntir, einn á hverju ári. Við köllum þetta fólk sagnaritara samtímans, fólkið sem…Lesa meira

true

Hefur alltaf verið mikið í félagsstörfum

„Ég er alinn upp á Akranesi en hins vegar fæddur í Brákarey í Borgarnesi 28. apríl 1946 nánar tiltekið í Fúsaskála, sem þar stóð, en það hús var gistiheimili og um leið endastöð Norðurleiðarrútunnar,“ segir Ingvar Ingvarsson fyrrum kennari, skólastjóri, sveitarstjóri og bæjarfulltrúi þegar sest er niður með honum á heimili hans á Akranesi. „Norðurleiðarrútan…Lesa meira

true

Steinunn Einarsdóttir heimsflakkari tekin tali

Fyrir rétt um ári tók Steinunn Einarsdóttir, ung kona úr Borgarfirði, ákvörðun um að hún væri komin með nóg af kuldanum og skammdeginu á Íslandi. Á þessum tíma vann hún í fiskvinnslu í Vestmannaeyjum og var nýbúin að fá útborgað. Steinunn ákvað að nú skyldi hún finna ódýrt flug til útlanda og taka sér frí.…Lesa meira

true

„Ef þú ætlaðir að borða eitthvað þurftirðu að veiða það“

Á suðvesturströnd Grænlands, stærstu eyju í heimi þar sem búa tæplega 56 þúsund manns, stendur þyrping nokkurra smáhýsa í lítilli vík sem heitir Kugssuangup. Þessir kofar eru í eigu íslenska fyrirtækisins Laxár. Laxá hefur í um 30 ár selt veiðileyfi í margar lax- og silungsveiðiár á Íslandi en einnig í Skotlandi, Rússlandi og á Grænlandi.…Lesa meira

true

„Það halda margir að ég sé vitlausari en ég er“

Handtakið er þétt hjá Sigurði Hrafni Jökulssyni bónda á Vatni þegar hann tekur á móti blaðamanni. „Ég var að vona að þú fyndir einhvern merkilegri en mig til að tala við. Ég er ekkert fyrir þetta sviðsljós þótt ég sé í ferðaþjónustu og svoleiðis. Held kannski að það sé af því að ég kann ekki…Lesa meira

true

„Hef aldrei gert annað en að smíða síðan ég var tólf ára gamall“

„Ég er fæddur á Hellissandi árið 1924 og uppalinn þar. Þaðan fór ég 16 ára gamall til Reykjavíkur í stríðsbyrjun til að vinna á flugvellinum. Ég var einn af þeim fyrstu sem var við byggingu Reykjavíkurflugvallar,“ segir Vigfús Vigfússon, húsasmiður í Ólafsvík, í samtali við Skessuhorn. „Þá voru allir mínir félagar á Sandi farnir suður…Lesa meira