Mannlíf

true

„Búinn að keyra alla vega tvisvar til tunglsins”

Nýverið hætti einn reynslumesti olíubílstjóri landsins störfum hjá Olíudreifingu eftir 43 ára starf. Hér er um að ræða Mýramanninn Birgi Pálsson sem hefur ekið með olíuna – súrefni hagkerfisins – milljónir kílómetra á þessum mörgu árum. Skessuhorn heimsótti þennan glaðbeitta og söngelska bílstjóra á dögunum og litið var yfir farinn veg. Mýramaður í húð og…Lesa meira

true

Hjólar fyrir Geðhjálp á Þorláksmessu

Yggdrasill markþjálfun og Metabolic Akranesi standa í sameiningu fyrir góðgerðarsöfnun fyrir Geðhjálp í aðdraganda jólanna. Hún felst í því að Ingólfur Pétursson, eigandi Yggdrasils, ætlar að hjóla hvorki meira né minna en eitt þúsund kaloríur á Assault bike þrekhjóli til styrktar Geðhjálp, án þess að stíga nokkrun tímann af hjólinu á meðan. „Þúsund kaloríur er…Lesa meira

true

Kristófer Jónasson er íþróttagarpur á níræðisaldri

Kristófer Jónasson er fæddur árið 1935 á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Þar ólst hann upp til 16 ára aldurs þegar hann fluttist til Ólafsvíkur. „Það var erfitt að fá vinnu þá og raunar hvar sem er á landinu. Ég fékk hvergi vinnu þegar ég ætlaði í burtu fyrsta veturinn. En svo gerðist það þegar ég var…Lesa meira

true

Hljómsveitin Tíbrá rifjar upp ferilinn

Hljómsveitin Tíbrá var stofnuð árið 1975 af nokkrum gagnfræðiskólapiltum á Akranesi. Gullaldarár sveitarinnar voru á árunum um og eftir miðjan níunda áratuginn og var sveitin líklega ein eftirsóttasta sveitaballahljómsveitin í landshlutanum. Hljómsveitin hefur í gegnum tíðina verið skipuð fjölda tónlistarmanna, einkum hafa margir söngvarar komið fram með sveitinni í áranna rás. Má þar nefna Ellen…Lesa meira

true

„Okkur hefur alltaf liðið vel á Mýrunum“

Bærinn Traðir á Mýrum fékk á liðnu hausti umhverfisviðurkenningu Borgarbyggðar sem snyrtilegasta bændabýlið en þar hafa hjónin Sigurbjörg Helgadóttir og Óskar Þór Óskarsson unnið að endurbótum á undanförnum árum. Sjálf er Sigurbjörg uppalin á bænum og hafa hún og Óskar, sem á rætur sínar í Vestmannaeyjum, verið þar með annan fótinn alla sína hjúskapartíð. Nú…Lesa meira

true

Leitar lausna til að bæta megi tækni í vanþróuðum ríkjum

Halldór Gíslason, hugbúnaðarfræðingur hjá Íslandsbanka, hefur farið þrjár ferðir til fimm Afríkulanda þetta árið til að sinna hjálparstarfi á vegum Rauða krossins. Halldór er forritari og viðskiptafræðingur að mennt og hefur starfað í hugbúnaðardeild Íslandsbanka í samtals sjö ár. „Mig hefur alltaf langað að láta gott af mér leiða og taka þátt í hjálparstarfi, en…Lesa meira

true

„Það er allt til alls á Nesinu“

Í Grundarfirði búa hjónin Runólfur Guðmundsson og Edda Svava Kristjánsdóttir. Hann hefur stigið ölduna í hartnær hálfa öld en hún sá um börn og bú á meðan eiginmaðurinn stundaði sjóinn. Kíkt var í aðventuheimsókn til þeirra hjóna þar sem rætt var um lífið í öllum sínum fjölbreytileika; börnin, fyrirtækið og ekki síst lífið eftir sjómennskuna.…Lesa meira

true

„Ég er skáldið Jósefína“

Þegar blaðamaður hafði samband við Jósefínu Meulengracht Dietrich, skáld og mannfræðing, fyrr í mánuðinum og falaðist eftir viðtali fyrir Jólablað Skessuhorns tók hún vel í það, enda hefur margt á daga hennar drifið og frá mörgu að segja. Svo mörgu raunar að Jósefína taldi eðlilegast að jólablaðið fjallaði alfarið um hana. „Ég er skáldið Jósefína,“…Lesa meira

true

„Höfum farið gætilega því við viljum búa hér áfram“

Þau hafa smám saman verið að byggja upp ferðaþjónustu á jörð sinni, sem er rík af góðum hlunnindum, ekki síst heitu vatni. En á sama tíma tekið lítil skref, ekki viljað fara of geyst til að geta staðið við allar skuldbindingar. Kíkt var í kaffi til hjónanna í Stóra Ási í Hálsasveit, þeirra Láru Kristínar…Lesa meira

true

„Ég er ekki sjónin mín“

Stykkishólmur skartar sínu fegursta vetrarveðri þegar knúið er dyra hjá Höllu Dís Hallfreðsdóttur, hjúkrunarfræðingi sem lætur ekki sjúkdóminn Retinitis Pigmentosa (RB) aftra sér frá því að lifa lífinu lifandi. „Ég hef aldrei séð mjög vel,“ segir Halla Dís Hallfreðsdóttir hjúkrunarfræðingur, í upphafi viðtals og heldur áfram, „auk RP er ég nærsýn, með sjónskekkju og fimm…Lesa meira